Knattspyrnumaðurinn James Rodriguez fékk á baukinn á dögunum fyrir að sniðganga Manchester United goðsögnina Wayne Rooney tvisvar í skemmtilegum leik á TikTok.
Leikurinn er þannig að valið stendur á milli tveggja leikmanna í einu og er hann byggður upp eins og útsláttarkeppni.
Rooney kom tvisvar upp en í bæði skiptin valdi Rodriguez leikmanninn sem dróst gegn honum, fyrst Andrea Pirlo og svo Joshua Kimmich.
Netverjar baunuðu á Rodriguez fyrir þetta.
„Vanvirðingin sem hann sýnir Rooney. Hann valdi Kimmich fram yfir hann,“ skrifaði einn netverjinn og margir tóku í sama streng.
Rodriguez á að baki feril með liðum á borð við Bayern Munchen, Real Madrid og Everton en í dag er Kólumbíumaðurinn á mála hjá Sao Paulo í Brasilíu.
Hér að neðan má sjá myndbandið sem um ræðir.
@jamesdrodriguez Confieso que fue difícil. 😂