fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Pétur segir boð og bönn ekki vera lausn á vímuefnavandanum

Fókus
Fimmtudaginn 28. desember 2023 11:30

Skjáskot-Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pétur Einarsson hagfræðingur, kvikmyndaframleiðandi og fyrrverandi forstjóri Straums fjárfestingarbanka, er nýjasti gestur Frosta Logasonar í þættinum Spjallið. Pétur hefur síðustu ár helgað sig því að annast meðferðir fólks í vímuefnavanda og hefur verið undanfarin misseri í tilheyrandi námi í Bandaríkjunum. Í þættinum segir Pétur meðal annars frá því að hann telji að boð og bönn leysi ekki vanda þess hóps sem glímir við vímuefnavanda.

Kynningarstikla fyrir þáttinn er aðgengileg á Youtube.

Í upphafi hennar segir Pétur:

„Þú getur bannað allt áfengi og dóp í heiminum eða sent alla sem eru með þennan fíknivanda til tunglsins. Þú ert ekki búinn að leysa vandann. Þau eru ennþá andlega veik. Þannig að lausnin er í því og það er þessi uppgjöf … Það er það að viðurkenna þetta. Það er svo erfitt. Það er svo mikil skömm eða afneitun en þegar ég get viðurkennt það og sætt mig við það þá byrjar hugurinn að opnast. Opnast fyrir einhverju góðu, fyrir einhverju andlegu, fyrir að vera ekki að sjá vandamál í öllum öðrum.“

Frosti glímdi sjálfur við vímuefnavanda og tekur undir með Pétri að fólk í slíkri stöðu þurfi að sjá að það sjálft geti breyst í stað þess að kenna öllum öðrum um vanda sinn.

Pétur segir að það sé auðvelt að benda á aðra en þegar slíkri hugarfarsbreytingu sé náð gerbreytist viðkomandi í raun en þó kannski ekki alveg:

„Þetta er bara ekki sama manneskjan eða þetta er raunverulega manneskjan. Hún er að endurheimta … Ég er að endurheimta sjálfan mig. Ég er að finna aftur sjálfan mig.“

Pétur leggur einnig áherslu á að fólk í vímuefnaenda skilgreini sig ekki sem fíkla eða alkóhólista heldur sem manneskjur með þessa sjúkdóma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli