fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fókus

Ísraelar fá að taka þátt í Eurovision – Keppni sjónvarpsstöðva en ekki ríkisstjórna

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 21. desember 2023 11:30

Netta sigraði Eurovison á sínum tíma. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skipuleggjendur evrópsku söngvakeppninnar Eurovision, EBU, hafa tilkynnt að Ísrael muni fá að taka þátt í keppninni í vetur þrátt fyrir innrásina á Gasa. Þetta sé keppni sjónvarpsstöðva, ekki ríkisstjórna.

„Eurovision söngvakeppnin er keppni ríkissjónvarpsstöðva um alla Evrópu og Miðausturlanda,“ sagði talsmaður keppninnar við bresku sjónvarpsstöðina ITV. „Þetta er keppni fyrir sjónvarpsstöðvar, ekki ríkisstjórnir, og ísraelska ríkissjónvarpið hefur tekið þátt í keppninni í 50 ár.“

Skipuleggjendur hafa nú farið yfir lista þátttakenda og komist að því að ísraelska ríkissjónvarpið, KAN, uppfylli allar kröfur til að taka þátt í keppninni á næsta ári. En hún er haldin í Malmö í Svíþjóð. Alls taka 37 lönd þátt í keppninni.

Að sögn EBU er þessi ákvörðun tekin í samræmi við ákvarðanir annarra alþjóðlegra stofnana, svo sem íþróttasamtaka sem hafa einnig ákveðið að banna ekki ísraelska keppendur vegna innrásarinnar á Gasa ströndina.

Mesti þrýstingurinn frá Íslandi

Mesti þrýstingurinn um að banna Ísrael í Eurovision hefur komið frá Íslandi. Ekki frá RÚV heldur frá tónlistarfólki og samtökum tónlistarfólks, meðal annars FTT.

Á mánudag var mótmælt fyrir utan höfuðstöðvar RÚV í Efstaleiti og um 10 þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem tekið er undir þá kröfu að Ísland segi sig úr keppninni fái Ísrael að taka þátt.

Vísað er í fordæmi, það er þegar Rússum var vísað úr keppninni eftir innrásina í Úkraínu. Það gerðist eftir hótanir frá Finnum um að draga sig út úr keppninni. Ljóst er af ákvörðun EBU að Ísland hefur ekki sömu vigt og Finnland í Eurovison.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife