fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
433Sport

Brotist inn í glæsilegt hús stórstjörnunnar um helgina

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 18. desember 2023 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brotist var inn í hús Kevin De Bruyne, leikmanns Manchester City, í Belgíu á laugardag. Hann og fjölskylda hans voru ekki heima á meðan ránið átti sér stað.

De Bruyne hefur ekki verið með City síðan í byrjun leiktíðar vegna meiðsla. Innbrotið átti sér stað eftir leik City gegn Crystal Palace á laugardag en þá voru De Bruyne og hans liðsfélagar flognir til Sádi-Arabíu þar sem heimsmeistaramót félagsliða fer fram.

Sem fyrr segir var eiginkona De Bruyne og börnin hans þrjú ekki á heimilinu í heimalandinu þegar innbrotið átti sér stað.

Samkvæmt fjölmiðlum í Belgíu tóku ræningjarnir ýmislegt með sér úr húsinu en ekki kemur nánar fram hvað.

De Bruyne keypti eignina árið 2015 en hún er risastór og afar glæsileg. Þar er til dæmis sundlaug og körfuboltavöllur á veröndinni.

Fjölskyldan dvelur þó að mestu á Englandi þar sem De Bruyne spilar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar
433Sport
Í gær

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kemur Gyokeres til varnar

Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 2 dögum
Salah snýr aftur