fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Fókus

Jólagleði í Garðabæ – Leikskólabörnin kveiktu jólaljósin á Garðatorgi

Fókus
Föstudaginn 1. desember 2023 14:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með samstilltu átaki Almars Guðmundssonar, bæjarstjóra í Garðabæ, og leikskólabarna í bænum voru ljósin á jólatrénu á Garðatorgi tendruð nú rétt eftir hádegið.

Spennan í loftinu var mikil í fallegu veðrinu á fyrsta degi jólamánaðarins þegar börn úr leikskólum bæjarins söfnuðust saman fyrir framan jólatréð, sem árlega er ljósum prýtt fyrir framan bæjarskrifstofurnar á Garðatorgi allan desember og fram á nýtt ár. Hefð er komin á það að börn úr leikskólum bæjarins eru í aðalhlutverki þegar kveikt er á ljósunum á trénu.

Þegar Almar bæjarstjóri fékk börnin í lið með sér og allir lyftu höndum í einu gerðist það – ljósin kviknuðu við mikil fagnaðarlæti á Garðatorgi. Ekki kárnaði gamanið þegar jólasveinar tveir örkuðu inn á torgið, tóku völdin af bæjarstjóranum, og hófu upp raust sína og skemmtu viðstöddum með gamanmálum og söng þangað til pokinn góði var opnaður, með aðstoð bæjarstjóra (fyrrverandi og tilvonandi á þeim tíma að sögn jólasveinanna) og fleira góðs fólks.

Nú er Almar væntanlega aftur tekinn við völdum í Garðabæ, jólasveinarnir að undirbúa heimsóknir til fleiri barna, og óhætt er að segja að jólamánuðurinn byrji vel í Garðabæ.

Jólasveinar
play-sharp-fill

Jólasveinar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Að stíga út fyrir þægindarammann tók sinn tíma“

Vikan á Instagram – „Að stíga út fyrir þægindarammann tók sinn tíma“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hvíta húsið sendir frá sér yfirlýsingu eftir að South Park skemmti skrattanum rækilega

Hvíta húsið sendir frá sér yfirlýsingu eftir að South Park skemmti skrattanum rækilega
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir Gylfa áður hafa varið homma – „Þess vegna kom þetta raus um hommaheilaþvott og typpasleikjóa svo á óvart“

Segir Gylfa áður hafa varið homma – „Þess vegna kom þetta raus um hommaheilaþvott og typpasleikjóa svo á óvart“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Þýðir eitthvað fyrir Dani að tala dönsku á Íslandi?

Þýðir eitthvað fyrir Dani að tala dönsku á Íslandi?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sakar milljarðamæringinn um að hafa neytt sig til fegrunaraðgerða og vændiskaup í sláandi skilnaðarkröfu

Sakar milljarðamæringinn um að hafa neytt sig til fegrunaraðgerða og vændiskaup í sláandi skilnaðarkröfu
Hide picture