fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Geir leggur fram fallega tillögu fyrir Grindavík – „Gætu átt tímabundið heimili“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 20. nóvember 2023 22:00

Geir er framkvæmdarstjóri ÍA.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður KSÍ leggur fram nokkuð áhugaverða tillögu til þess að Grindavík geti haldið áfram óbreyttu íþróttastarfi. Grindvíkingar þurftu að yfirgefa heimili sín fyrir tíu dögum vegna jarðhræringa

Ljóst er að Grindvíkingar geta ekki æft á heimaslóðum næstu mánuði og félaginu vantar því samastað. Fótboltinn hefur æft á Álftanesi síðustu daga og körfuboltinn spilað leiki í Smáranum í Kópavogi.

Geir leggur til að Grindavík fái heimili næstu mánuði í Safamýri, þar var Fram áður til húsa en Víkingur Reykjavík er með svæðið í dag.

„Grindavík on my mind,“ skrifar Geir á Facebook síðu sinni.

Hann leggur til að Grindavík fái þarna tímabundna aðstöðu. „Væri ekki tilvalið að bjóða íþróttafólkinu í Grindavík tímabundna aðstöðu í Safamýri á gamla góða íþróttasvæði Fram og núna Víkings.“

„Þar er íþróttahús, knattspyrnuvellir og góður félagssalur. Víkingur hefur held ég verið að hefja einhverja starfsemi þar og gætu hugsanlega sýnt sveigjanleika í þeirri breytingu. Þar gætu keppnislið félagsins í körfu og fótbolta átt tímabundið heimili og æfingar allra flokka farið fram. En svo er spurningin hvort slíkt myndi henta Grindvíkingum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Jurgen Klopp tjáir sig um andlát Diogo Jota – „Gaf frá sér ást og hugsaði vel um eiginkonu sína og börn“

Jurgen Klopp tjáir sig um andlát Diogo Jota – „Gaf frá sér ást og hugsaði vel um eiginkonu sína og börn“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um andlát Diogo Jota og hvað gerðist

Lögreglan á Spáni tjáir sig um andlát Diogo Jota og hvað gerðist
433Sport
Í gær

Brynjólfur kom inná í hálfleik og skoraði fernu

Brynjólfur kom inná í hálfleik og skoraði fernu
433Sport
Í gær

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar