fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fókus

Jói Fel málaði mynd af Grindavík – Hluti söluverðs rennur til Þorbjarnar

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 15. nóvember 2023 17:30

Jóhannes Felixson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Felixson, best þekktur sem Jói Fel, hefur undanfarið málað málverk með fingrunum og haldið námskeið, þar sem sýnikennsla fer fram á þeirri málningaraðferð. Jói hefur málað af kappi síðustu ár og hafa myndir hans vakið athygli.

Jói býður nú málverk af Grindavíkurbæ til sölu og rennur helmingur andvirðisins að hans sögn til Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar.

„Málaði þessa eingöngu með fingrunum. Olíu pastel litir. Myndin er til sölu fyrir allavega 100 þúsund og mun helmingur fara til björgunarsveitar Grindavíkur,“ segir Jói í færslu á Facebook. Myndin er 30×42 sm og svo stærri rammi.

Jói þekkir ágætlega til í bænum og á tengdafjölskyldu í Grindavík, en komin er í bráðabirgðahúsnæði í sumarbústað. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Ragnhildur deilir dúnduræfingu fyrir konur á breytingaskeiðinu

Ragnhildur deilir dúnduræfingu fyrir konur á breytingaskeiðinu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir einfalda ástæðu fyrir því að Andrés prins og Sarah Ferguson bjuggu áfram saman eftir skilnaðinn

Segir einfalda ástæðu fyrir því að Andrés prins og Sarah Ferguson bjuggu áfram saman eftir skilnaðinn