fbpx
Þriðjudagur 07.október 2025
Fókus

Vinkonur eiginkonu Kanye West reyndu að grípa í taumana – „Opnaðu augun!“

Fókus
Þriðjudaginn 14. nóvember 2023 12:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinkonur Biöncu Censori, sem er þekktust fyrir að vera eiginkona Kanye West, eru sagðar hafa gripið í taumana og haldið eins konar fund, eða „intervention“ eins og það er kallað á ensku, þar sem þær létu skoðun sína á rapparanum í ljós.

„Vinkonur hennar sögðu henni nákvæmlega hvernig þeim líður og sögðu henni að opna augun,“ sagði heimildarmaður Daily Mail.

„Bianca veit að hún hefur lokað á sína nánustu og hún er byrjuð að sjá í gegnum allt ruglið varðandi hjónaband sitt,“ sagði hann og bætti við að hún sé „meðvituð um stjórnsemi Kanye“ og sé byrjuð að „sjá hlutina frá öðru sjónarhorni.“

Meint samkoma, þar sem vinkonur Biöncu komu saman og létu hana hlusta á það sem þær höfðu að segja, átti sér stað í Ástralíu, þegar Bianca var að heimsækja heimaslóðir.

Bianca Censori áður en hún kynntist Kanye.

Bianca er ástralskur arkitekt og byrjaði að starfa fyrir fyrirtæki Kanye, Yeezy, árið 2020. Þau hafa verið saman síðan byrjun árs 2023 og eru sögð hafa gifst við leynilega athöfn um miðjan janúar.

Í september sögðust vinkonur hennar hafa miklar áhyggjur af henni og g óttast að Kanye væri að „reyna að breyta henni í róttækari útgáfu af fyrrverandi eiginkonu hans, Kim Kardashian.“

Sjá einnig: Vinkonur eiginkonu Kanye West hafa miklar áhyggjur af hegðun hennar – „Hún er ekki svona“

Fatastíll og útlit hennar hefur tekið rosalegum breytingum eftir að hún kynntist rapparanum en það er þekkt að Kanye hafi áhrif á klæðaburð eiginkvenna sinna og kærasta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tímavélin: Þegar Íslendingum fannst sjálfsagt að henda rusli úr bílum beint á götuna

Tímavélin: Þegar Íslendingum fannst sjálfsagt að henda rusli úr bílum beint á götuna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þegar mamma mín dó – Einlæg og persónuleg frásögn af sorg, söknuði og sektarkennd

Þegar mamma mín dó – Einlæg og persónuleg frásögn af sorg, söknuði og sektarkennd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gerðu sömu kviðæfingar og Sunneva Einars

Gerðu sömu kviðæfingar og Sunneva Einars
Fókus
Fyrir 3 dögum

Isla Fisher rýfur þögnina um skilnaðinn: „Þetta er eitt það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum“

Isla Fisher rýfur þögnina um skilnaðinn: „Þetta er eitt það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vandræðalega augnablikið þegar Keith Urban var spurður út í Nicole Kidman

Vandræðalega augnablikið þegar Keith Urban var spurður út í Nicole Kidman
Fókus
Fyrir 5 dögum

Það sem þú vissir ekki um Ozempic-píkuna – Vandamálin ekki bara útlitsleg

Það sem þú vissir ekki um Ozempic-píkuna – Vandamálin ekki bara útlitsleg
Fókus
Fyrir 5 dögum

Íslendingar ekki á meðal lauslátustu þjóða heims – Þetta dregur okkur niður

Íslendingar ekki á meðal lauslátustu þjóða heims – Þetta dregur okkur niður
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ný stytta af Tinu Turner sögð vera viðurstyggð – Líkt við styttur Cristiano Ronaldo og Mo Salah

Ný stytta af Tinu Turner sögð vera viðurstyggð – Líkt við styttur Cristiano Ronaldo og Mo Salah