fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Fókus

Vinkonur eiginkonu Kanye West reyndu að grípa í taumana – „Opnaðu augun!“

Fókus
Þriðjudaginn 14. nóvember 2023 12:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinkonur Biöncu Censori, sem er þekktust fyrir að vera eiginkona Kanye West, eru sagðar hafa gripið í taumana og haldið eins konar fund, eða „intervention“ eins og það er kallað á ensku, þar sem þær létu skoðun sína á rapparanum í ljós.

„Vinkonur hennar sögðu henni nákvæmlega hvernig þeim líður og sögðu henni að opna augun,“ sagði heimildarmaður Daily Mail.

„Bianca veit að hún hefur lokað á sína nánustu og hún er byrjuð að sjá í gegnum allt ruglið varðandi hjónaband sitt,“ sagði hann og bætti við að hún sé „meðvituð um stjórnsemi Kanye“ og sé byrjuð að „sjá hlutina frá öðru sjónarhorni.“

Meint samkoma, þar sem vinkonur Biöncu komu saman og létu hana hlusta á það sem þær höfðu að segja, átti sér stað í Ástralíu, þegar Bianca var að heimsækja heimaslóðir.

Bianca Censori áður en hún kynntist Kanye.

Bianca er ástralskur arkitekt og byrjaði að starfa fyrir fyrirtæki Kanye, Yeezy, árið 2020. Þau hafa verið saman síðan byrjun árs 2023 og eru sögð hafa gifst við leynilega athöfn um miðjan janúar.

Í september sögðust vinkonur hennar hafa miklar áhyggjur af henni og g óttast að Kanye væri að „reyna að breyta henni í róttækari útgáfu af fyrrverandi eiginkonu hans, Kim Kardashian.“

Sjá einnig: Vinkonur eiginkonu Kanye West hafa miklar áhyggjur af hegðun hennar – „Hún er ekki svona“

Fatastíll og útlit hennar hefur tekið rosalegum breytingum eftir að hún kynntist rapparanum en það er þekkt að Kanye hafi áhrif á klæðaburð eiginkvenna sinna og kærasta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Fkn frábær fjögurra daga fáklædd ferð“

Vikan á Instagram – „Fkn frábær fjögurra daga fáklædd ferð“
Fókus
Í gær

Var eftirsótt fyrirsæta og gift Baywatch-stjörnu en býr í dag á götunni – Nýjar myndir vekja athygli

Var eftirsótt fyrirsæta og gift Baywatch-stjörnu en býr í dag á götunni – Nýjar myndir vekja athygli
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hópefli Vitringanna þriggja fór úr böndunum – „Þú sagðir mér í gær að Færeyingar eru svo kúrteisir“

Hópefli Vitringanna þriggja fór úr böndunum – „Þú sagðir mér í gær að Færeyingar eru svo kúrteisir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

María Sigrún á batavegi en enn er töluvert eftir – „Ég hlakka svo til að geta beygt bæði hnén aftur“

María Sigrún á batavegi en enn er töluvert eftir – „Ég hlakka svo til að geta beygt bæði hnén aftur“
Fókus
Fyrir 1 viku

,,Þetta var algjört brjálæði” – „Okkur leið eins og við værum að tapa í stríði fyrir þjóðina okkar“

,,Þetta var algjört brjálæði” – „Okkur leið eins og við værum að tapa í stríði fyrir þjóðina okkar“
Fókus
Fyrir 1 viku

Er Trump að takast að losna við frægustu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna?

Er Trump að takast að losna við frægustu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna?