fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Ákærð fyrir að stela 800 milljón króna gullklósetti

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. nóvember 2023 15:30

Gullklósettið verðmæta Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir einstaklingar hafa verið ákærðir í Bretlandi  fyrir að stela rándýru 18-karata gullklósetti árið 2019. Um er að ræða listaverk sem var hannað af ítalska listamanninum Maurizio Cattelan og var metið á rúmar 800 milljónir króna þegar því var stolið úr Blenheim-höll, þar sem það var til sýnis, skammt fyrir utan Oxford.

Þjófnaðurinn vakti talsverða athygli á sínum tíma en þjófarnir ollu miklu vatnstjóni þegar klósettið var rifið út enda virkaði það fullkomlega og var tengt við skólplagnir hallarinnar. Klósettið fokdýra hafði aðeins verið til sýnis í tvo daga í höllinni þegar þjófnaðurinn átti sér stað en upphaflega lá listamaðurinn sjálfur undir grun um að hafa framið gjörning með því að skipuleggja þjófnaðinn sjálfur. Því neitaði hann hatrammlega.

Af og til hafa borist fregnir af því að einhverjir hafi verið handteknir vegna málsins en sjö slíkar handtökur hafa átt sér stað í gegnum árin. Ekkert hefur þó bólað á klósettinu né ákærum, allt þar til nú.

Fjórmenningarnir sem hafa verið ákærð eru öll á fertugsaldri og heita James Sheen, Michael Jones, Fred Doe og Bora Guccuk.

Málið verður tekið fyrir í dómstól í Oxford þann 28. nóvember næstkomandi og þá ætti að koma í ljós hver urðu afdrif hins sauruga listaverks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vel heppnuð árás Úkraínumanna á helstu gasstöð Rússa

Vel heppnuð árás Úkraínumanna á helstu gasstöð Rússa