fbpx
Miðvikudagur 15.maí 2024
Eyjan

Segir Kristrúnu og Samfylkinguna algerlega misskilja hlutina en vonar samt að hún komist til valda

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 26. október 2023 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndi stjórnandi fótboltaliðs snúa sér að leikmönnum og óska eftir tillögum þeirra eða óskum um það, hver stefna og leikaðferðir liðsins ættu að vera? Myndi skipstjóri haga sinni skipstjórn í samræmi við óskir og vilja áhafnar? Myndi stjórnandi sinfóníuhljómsveitar leita ráða og leiðsagnar um stjórn tónverks hjá liðsmönnum sveitarinnar?“ skrifar Ole Anton Bieltvedt í aðsendri grein á Eyjunni.

Ole Anton segir að leiðtogi verði auðvitað að hlusta á hópinn, vera opinn fyrir gagnrýni og ráðgjöf, skilja sameiginlegan vilja, en, umfram allt, verði hann að vera leiðtogi, sem hefur þekkingu, reynslu og burði til að móta heildstæða eigin stefnu, taka af skarið, gefa tóninn og leiða, og, ef í harðbakkann slær, leiða hópinn eins og forustusauður leiðir fjárhópinn yfir straumharða á eða erfiðan fjallveg.

Hann segir að þótt flokksmenn Kristrúnar, sem fjölmenntu á 40 opna fundi sem hún hélt um allt land, hafi lýst miklum áhuga á bættum heilbrigðismálum, samgöngum og húsnæðismálum þá vanti hjá henni hvernig eigi að fjármagna tillögurnar sem hún setti fram fyrir skemmstu.

Ole Anton segir enga sérstaka pólitíska stefnu felast í því að vilja betra heilbrigðiskerfi, bættar samgöngur og úrbætur í húsnæðismálum. Allir flokkar landsins styðji þessi markmið. Þetta sé spurning um almenna aukna velferð landsmanna, sem allir flokkar vilji vinna að, þó að með nokkuð ólíkum hætti sé.

Ekkert nýtt felist því í þessum ófjármögnuðu tillögum Kristrúnar Frostadóttur.

Ole Anton gefur lítið fyrir þau orð Kristrúnar í hlaðvarpi Markaðarins á dögunum að stærð kökunnar skipti ekki máli. Fyrst þurfi að skilgreina þörf og svo aðlaga stærð kökunnar að henni

Til að skapa velferð, þarf fyrst að skapa þannig ramma um efnahagsmálin, að atvinnulífið megi vaxa og dafna. Aukin verðmætasköpun, eða útgjaldalækkun, sem ekki bitnar á velferð, er forsenda aukinnar velsældar,“ skrifar Ole Anton.

Stærð kökunnar skiptir öllu máli

Hann segir stærð kökunnar skipta öllu máli og eftir því sem betur takist til við að stækka hana sé betur hægt að styðja við útgjaldaverkefnin. Stóru málin séu Evrópumálin og þar hafi Kristrún fallið á prófinu vegna þess að hún treysti sér ekki til að setja Evrópumálin í forgang vegna þess að margir séu á móti því

Auðvitað stenzt þetta ekki. Á þessu stigi erum við bara að tala um það eitt, að ljúka samningaviðræðum við ESB og sjá, hvað út úr þeim kemur. Auðvitað án fyrirfram skuldbindinga. Hvernig gætu slíkar þreifingar og samningaumleitanir klofið þjóðina?“ skrifar Ole Anton.

Hann bendir á að upptaka evru sé eitt stærsta hagsmunamál Íslendinga og að við ættum að horfa til Norðmanna þegar kemur að gjaldtöku fyrir aðgang að sameiginlegum auðlindum. Þá sé ný stjórnarskrá mál sem brenni á stórum hluta þjóðarinnar.

Kristrún geri hins vegar lítið eða ekkert með þessi stóru mál

Það er synd, að vel menntaður hagfræðingur og banka- og efnahagssérfræðingur, sem vill verða leiðandi stjórnmálamaður hér, skuli ekki sjá eða skilja, að ESB og Evran gætu tryggt okkur meiri aukningu velferðar, þó að það muni taka nokkurn tíma, en aðrar leiðir eða skref.“

Þrátt fyrir vonbrigði Ole Antons með þá stefnu sem Kristrún hefur sett fram segist hann vona að næsta ríkisstjórn samanstandi af Samfylkingunni, Viðreisn, Pírötum og mögulega Flokki fólksins eða Sósíalistaflokknum sem taki við völdum í síðasta lagi árið 2025.

Grein Ole Antons Bieltvedt í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Jón Sigurður skrifar: Ung, gröð og rík í flutningi Svedda tannar

Jón Sigurður skrifar: Ung, gröð og rík í flutningi Svedda tannar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nú þarf hægri hagstjórn og vinstri velferð

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nú þarf hægri hagstjórn og vinstri velferð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Linda verður aðstoðarforstjóri og fjármálastjóri Sidekick Health

Linda verður aðstoðarforstjóri og fjármálastjóri Sidekick Health
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Mun ekki hika við erfiðar ákvarðanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Mun ekki hika við erfiðar ákvarðanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Deilt um lántökur Kópavogsbæjar – „Kópavogsbúar framtíðar eigi að axla ábyrgð á óábyrgum rekstri“

Deilt um lántökur Kópavogsbæjar – „Kópavogsbúar framtíðar eigi að axla ábyrgð á óábyrgum rekstri“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Fagmaður í fyndni – vill færa forsetann til Akureyrar á sumrin

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Fagmaður í fyndni – vill færa forsetann til Akureyrar á sumrin