fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Pressan

Dularfull sjón í geimnum – Er þetta spurningarmerki?

Pressan
Sunnudaginn 1. október 2023 14:00

Er þetta ekki spurningarmerki? Mynd:NASA, ESA, CSA, J. DePasquale/STSc

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar vísindamenn skanna himinhvolfið í leit að betri vitneskju um geiminn vonast þeir til að fá svör við ýmsum spurningum. En þeir eiga nú ekki von á að fá algjörlega hið gagnstæða, spurningarmerki.

En á mynd sem James Webb geimsjónaukinn tók nýlega er ekki annað að sjá en risastórt spurningarmerki blasi við í órafjarlægð frá jörðinni.

Geimsjónaukanum var beint að fæðingu stjörnu, sem er þekkt sem HerbigHaro 46/47, en ekki er annað að sjá en að á myndinni sé spurningarmerki.

Science Alert skýrir frá þessu og birtir nokkrar myndir af spurningarmerkinu.

Spurningarmerkið er bjart og rauðleitt og liturinn á þessum tveimur formum, sem mynda spurningarmerkið, bendir til að þau séu um það bil jafn langt frá jörðinni en þó alls ekki nærri henni.

Science Alert segir að enn sé ekki hægt að segja til um hvað þetta er með neinni vissu en hugsanlega séu þetta tvær fjarlægar vetrarbrautir sem hafa áhrif á hvort aðra og mynda þetta skemmtilega form sem spurningarmerki.

Vitað er um aðrar vetrarbrautir sem hafa áhrif á hver aðra og mynda form, sem líkjast formum sem við þekkjum, vegna þyngdaraflsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi