fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fókus

Þórunn Antonía selur Hveragerðishöllina – „Hús með „einstaka orku““

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 29. ágúst 2023 12:49

Þórunn Antonía

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórunn Antonía Magnúsdóttir tónlistarkona hefur sett einbýlishús sitt í Hveragerði á sölu.

„Fallega Hveragerðis höllin mín komin á sölu! Það var opið hús i því fyrr á árinu og ég samþykkti tilboð en keðjan stöðvaðist þeirra megin þvi þau náðu ekki að selja sín megin sem var leiðinlegt en líka gott því ég fékk þá tækifæri til að ganga frá því betur. Mála og galdra aftur inn það ljós og gleðina sem umvafði okkur þegar við bjuggum þar eftir að fá það afhent frá leigjendum með afar ólíkan smekk. En þarna er dásamlegt að vera og einstakur andi. Þakið er komið á tíma og þarna þarf einhver handlaginn að búa sem hlúir vel að húsinu. Það er arin, heitur pottur, bílskúr og 1000 fm garður!,“ segir Þórunn Antonía í færslu á Facebook. 

Sjá einnig: Þórunn Antonía selur í Hveragerði – „Þetta hús hefur svo einstaka orku“

Tónlistarkonan hefur tjáð sig á samfélagsmiðlum um leit hennar að húsnæði á höfuborgarsvæðinu eftir að mygla kom upp í leiguíbúð hennar, en nýlega greindi hún frá því að hún væri loksins komin með íbúð.

Sjá einnig: Þrautaganga Þórunnar Antoníu á enda – „Ég er komin með íbúð!“

Húsið er timburhús á einni hæð, 191,1 fm þar af bílskúr 50 fm, byggt árið 1976 (bílskúr árið 1980). Húsið skiptist í forstofu, hol, eldhús og borðstofu, stofu, fjögur svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og geymslu fyrir utan hús. Í bílskúr er búið að útbúa íbúð sem skiptist í alrymi, svefnherbergi og baðherbergi.

Garður er stór og gróinn, timburverönd er á milli íbúðarhúss og bílskúrs, aflokaður að götu. Malbikuð bílaplön eru fyrir framan bílskúr og íbúðarhús. Heitur pottur er við húsið á timburverönd. 

Hús með „einstaka orku“ segir í lýsingu eignarinnar í söluyfirliti.

Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís
Fókus
Fyrir 5 dögum

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“