fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fókus

Tekjur Eddu Falak hækka um 50 prósent

Fókus
Fimmtudaginn 17. ágúst 2023 09:28

Edda Falak Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagur baráttukonunnar Eddu Falak vænkast en tekjur hennar hafa hækkað talsvert milli ára.

Edda er viðskiptafræðingur, íþróttakona, þjálfari og áhrifavaldur en er hvað þekktust fyrir hlaðvarp sitt, Eigin konur.

Í fyrra var hún með virka Patreon-síðu, þar sem hlustendur borga fyrir áskrift að hlaðvarpinu. Síðasti þáttur kom út í desember 2022.

Í mars 2022 hætti hún sem einyrki og tók upp samstarf við Stundina og gekk í kjölfarið í Blaðamannafélag Íslands. Í febrúar 2023 hóf hún störf hjá Heimildinni en hætti störfum tveimur mánuðum síðar.

Auk þáttagerðarinnar hefur Edda einnig boðið upp á fjarþjálfunarprógrömm á StrongerWithEdda.com, og er síðan enn virk.

Það vakti nokkra athygli að greitt útsvar Eddu árið 2020 var núll krónur miðað við uppgefnar tekjur. Að sögn hennar var það þó á misskilningi útskýrði hún málið á þá leið að hún hefði verið skattlögð í Danmörku.

Árið 2021 borgaði hún skatt hér á landi og voru mánaðartekjur hennar að meðaltali 341.678 krónur.

Hagur hennar vænkaðist til muna á milli ára en tekjur hennar hækkuðu um 50 prósent, að meðaltali voru þær 522.484 krónur á mánuði árið 2022.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ræddi við meðlimi íslenska furry-samfélagsins og lærði mikið – „Bara venjulegt fólk með skemmtilegt áhugamál“

Ræddi við meðlimi íslenska furry-samfélagsins og lærði mikið – „Bara venjulegt fólk með skemmtilegt áhugamál“
Fókus
Í gær

Hann tók þátt í að ræna Kim Kardashian og skrifaði svo bók um það – Nú sér hann eftir öllu

Hann tók þátt í að ræna Kim Kardashian og skrifaði svo bók um það – Nú sér hann eftir öllu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Villi naglbítur sýnir gjörbreytt útlit

Villi naglbítur sýnir gjörbreytt útlit
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvað varð um tvíburasysturnar í Playboy-höllinni eftir áralöngu martröðina?

Hvað varð um tvíburasysturnar í Playboy-höllinni eftir áralöngu martröðina?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“