fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fókus

„Barbenheimer“ slær í gegn – Stærsta opnunarhelgi sögunnar hérlendis

Fókus
Mánudaginn 24. júlí 2023 15:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftirvæntingin fyrir kvikmyndunum Barbie og Oppenheimer ætti ekki að hafa farið framhjá neinum enda
tröllríður svokallað „Barbenheimer æði“ heimsbyggðinni allri.

Íslenskir kvikmyndahúsagestir létu sitt ekki eftir liggja í þeim efnum um helgina og kvikmyndaáhugafólk flykktist á stórmyndirnar tvær.

Útkoman varð stærsta opnunarhelgi í íslenskum kvikmyndahúsum frá upphafi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FRÍSK – Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði – sem heldur utan um aðsóknartölur hérlendis.

Eins og vestanhafs tók kvikmyndin um leikfangadúkkuna heimsfrægu Barbie toppsætið og þénaði hún
alls tæpar 21,5 milljónir króna í miðasölu hérlendis. Oppenheimer, sem fjallar um vísindamanninn J.
Robert Oppenheimer og hlutverk hans á þróun á hættulegasta vopni heims, tók 2. sæti vinsældalistans
eins og annars staðar í heiminum,  og þénaði kvikmyndin rúmar 14,2 milljónir króna.

Barbenheimer þénaði því alls hér á landi rúmar 35,7 milljónir króna á þremur dögum.

Alls nam miðasala kvikmyndahúsa hér á landi um helgina tæpum 43 milljónum króna sem gerir helgina að tekjuhæstu kvikmyndahelgi sögunnar hér á landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

María segist hafa gert þetta til að halda syni sínum á lífi: „Þetta fólk hló framan í mig”

María segist hafa gert þetta til að halda syni sínum á lífi: „Þetta fólk hló framan í mig”
Fókus
Í gær

Misstu samtals yfir 100 kíló á „gamla mátann“ – Gerðu einfaldar breytingar á daglegum venjum

Misstu samtals yfir 100 kíló á „gamla mátann“ – Gerðu einfaldar breytingar á daglegum venjum
Fókus
Í gær

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér
Fókus
Í gær

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkir þú fuglakenninguna? – Sambandsprófið sem allir eru að tala um

Þekkir þú fuglakenninguna? – Sambandsprófið sem allir eru að tala um
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eiginkona leikarans segir að þetta hafi verið fyrstu merkin um að maður hennar væri alvarlega veikur

Eiginkona leikarans segir að þetta hafi verið fyrstu merkin um að maður hennar væri alvarlega veikur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir einfalda ástæðu fyrir því að Andrés prins og Sarah Ferguson bjuggu áfram saman eftir skilnaðinn

Segir einfalda ástæðu fyrir því að Andrés prins og Sarah Ferguson bjuggu áfram saman eftir skilnaðinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Biður fólk um að biðja fyrir dóttur sinni sem var dæmd í fangelsi

Biður fólk um að biðja fyrir dóttur sinni sem var dæmd í fangelsi