fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Fréttir

Segir ekki hægt að útiloka að Rússar ráðist á Svíþjóð

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 12. júlí 2023 09:00

Sænskir hermenn að störfum. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkurnar á að ráðist verði á Svíþjóð hafa aukist og mesta og alvarlegasta ógnin stafar af Rússum. Þetta kemur fram í nýlegir skýrslu sænsku varnarmálanefndarinnar um stöðu mála.

Í skýrslunni kemur fram að staða sænskra öryggismála hafi gjörbreyst við innrás Rússa í Úkraínu og að ekki sé hægt að útiloka árás á Svíþjóð. Fram kemur að eftir því sem stríðið dregst á langinn, sé vaxandi hætta á að það geti stigmagnast og leitt til árása á önnur lönd.

„Sænsk öryggismálastefna verður að taka með í reikninginn hættuna á að stríð Rússa gegn Úkraínu stigmagnist og verði að stóru evrópsku stríði. Það getur haft í för með sér beitingu kjarnorkuvopna eða annarra gjöreyðingavopna með hörmulegum afleiðingum fyrir öryggismál á heimsvísu, en þó sérstaklega í Evrópu, þar á meðal þjáningar og dauða saklauss fólks,“ segir meðal annars í skýrslunni.

Nefndin segir að svo lengi sem rússneskar hersveitir séu bundnar í Úkraínu sé geta Rússa til að beita hervaldi annars staðar takmörkuð. Það þýði þó ekki að Rússar geti ekki beitt hervaldi í nærumhverfi Svíþjóðar. Þeir hafi enn getu til að beita flugher, flota, langdrægum vopnum eða kjarnorkuvopnum gegn Svíþjóð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skrímslið Brynjar Joensen enn einu sinni fyrir dóm – Sakfelldur fyrir brot gegn 15 stúlkum undir lögaldri

Skrímslið Brynjar Joensen enn einu sinni fyrir dóm – Sakfelldur fyrir brot gegn 15 stúlkum undir lögaldri
Fréttir
Í gær

„Ef það hefði farið mikið hærra væri ég ekki endilega hér. Á hverjum degi þakka ég fyrir að vera á lífi“

„Ef það hefði farið mikið hærra væri ég ekki endilega hér. Á hverjum degi þakka ég fyrir að vera á lífi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Angjelin er í opnu fangelsi og mun aðeins afplána helming dómsins

Angjelin er í opnu fangelsi og mun aðeins afplána helming dómsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása er stolt af því að vera þingkona: „Það er þó eitt við þetta starf sem ég er enn að reyna að skilja“

Ása er stolt af því að vera þingkona: „Það er þó eitt við þetta starf sem ég er enn að reyna að skilja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fanga-gambítur Pútíns kemur í bakið á honum

Fanga-gambítur Pútíns kemur í bakið á honum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump hegðar sér eins og útsendari guðs – Gæti endað sem „Trölli sem stal jólunum“

Trump hegðar sér eins og útsendari guðs – Gæti endað sem „Trölli sem stal jólunum“