fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Tuchel harður og ætlar að selja þessa sjö í sumar – Þrír alvöru kantmenn sem gætu orðið eftirsóttir

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 7. júní 2023 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thomas Tuchel þjálfari FC Bayern ætlar að hreinsa til hjá félaginu í sumar og selja nokkra af verðmætari leikmönnum félagsins.

Þannig segir Bild frá því að þrír alvöru kantmenn séu til sölu en það eru Sadio Mane, Leroy Sane og Serge Gnabry.

Allir þrir ættu að verða ansi eftirsóttir en Mane kom frá Liverpool fyrir ári síðan.

Alexander Nubel sem er markvörður félagsins má fara og Bouna Sarr bakvörður getur farið. Marcel Sabitzer, sem var á láni hjá Manchester United er einnig til sölu.

Þá má Benjamin Pavard fara en hann vill nýja áskorun, Real Madrid, Barcelona, Manchester United, Manchester City, Liverpool og Inter vilja öll fá hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina