fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fréttir

Segja að Rússar hafi breytt aðferðafræði sinni í stríðinu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 2. júní 2023 09:00

Rússneskur skriðdreki. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og staðan er núna í Úkraínu þá bíða Rússar og Úkraínumenn eftir að boðuð gagnsókn Úkraínumanna hefjist. Úkraínumenn hafa boðað gagnsókn en hún virðist ekki vera hafin og fáir vita hvenær hún hefst eða hvar verður látið til skara skríða.

Í nýlegu stöðumati breska varnarmálaráðuneytisins um gang stríðsins kemur fram að Rússar reyni nú að fá fleiri til að ganga til liðs við herinn til að hægt sé að verjast yfirvofandi sókn Úkraínumanna.

Stríðið hefur leikið Rússa grátt og eiga þeir í erfiðleikum með að fá menn til liðs við herinn sem og að sjá hermönnum fyrir nauðsynlegum búnaði.

Ráðuneytið segir að Rússar séu nú að undirbúa sig undir að verjast sókn Úkraínumanna og líklega sé verið að reyna að mynda varaliðssveitir til að koma fyrir þar sem líklegt megi teljast að Úkraínumenn láti til skara skríða.

Ráðuneytið segir einnig að Rússar hafa breytt aðferðafræði sinni í stríðinu því þeir hafi að undanförnu látið frumkvæðið af hendi í vaxandi mæli og geri fátt annað en að bregðast við aðgerðum Úkraínumanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“