fbpx
Laugardagur 18.október 2025
433Sport

Allt að verða klappað og klárt – Xhaka fer frá Arsenal

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 17. maí 2023 09:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er klappað og klárt, Granit Xhaka fer frá Arsenal í sumar en hann og félagið eru sammála um að láta leiðir skilja.

Bayer Leverkusen er langt komið í viðræðum við Arsenal um kaupverð á Xhaka sem verður 15 milljónir evra.

Xhaka kom til Arsenal árið 2016 og hefur þótt umdeildur, undanfarin tvö ár hefur hann hins vegar heillað stuðningsmenn Arsenal.

Xabi Alonso vill fá Xhaka til Leverkusen og byggja liðið sitt í kringum hann.

Xhaka hefur lengi átt fast sæti í landsliði Sviss en hann fær fjögurra ára samning í Þýskalandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Í gær

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum