fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Stjarna sem bjó í sjö ár á Englandi neitaði að læra ensku – Ástæðan sem hann gefur upp í dag stórfurðuleg

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 16. maí 2023 09:00

Carlos Tevez og Maradona árið 2020.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Carlos Tevez átti magnaðan feril sem leikmaður og var í sjö ár á Englandi, hann lék með West Ham, Manchester United og Manchester City. Þrátt fyrir mörg ár þá lærði Tevez ekki ensku.

Hann segist hafa ákveðið það að læra ekki ensku af því að frændi hans varð fyllibytta eftir stríð árið 1982.

„Ég átti í vandræðum með kúltúrinn á Englandi. Ég vildi ekki læra ensku, ég vildi að þeir myndu læra spænsku,“ sagði Tevez.

Ástæðan sem Tevez gefur upp er í reynd ansi furðuleg.

„Ég átti frænda sem spilaði með River Plate, hann er eini stuðningsmaður River í minni fjölskyldu. Hann var í varaliðinu og átti að vera að fara í aðalliðið, hann var svo kallaður í Falklandseyjastríðið.“

Það stríð var tíu vikna stríð á milli Englendinga og Argentínu árið 1982.

„Hann var í vandræðum eftir það og varð alkóhólisti, það var erfitt fyrir mig því við vorum mjög nánir.“

„Ég var í vinnu á Englandi en vildi ekki læra kúltúrinn, það er ástæða fyrir öllu. Það þekkja fáir þessa sögu en í dag get ég talað.“

„Þeir vildu sjá mig læra enskur en þeir hefðu getað lært spænsku því ég var ekki að fara að læra ensku.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Tíu Chelsea-menn áttu ekkert í Newcastle

England: Tíu Chelsea-menn áttu ekkert í Newcastle
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir sterkustu mennirnir slógust fyrir framan myndavélina: Yfirmaðurinn sagður vera brjálaður – Sjáðu myndbandið

Tveir sterkustu mennirnir slógust fyrir framan myndavélina: Yfirmaðurinn sagður vera brjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bætti met Eiðs og er sá yngsti í sögunni

Bætti met Eiðs og er sá yngsti í sögunni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vissi eftir tvo leiki að leikmennirnir væru of lélegir – Stjórnin bannaði honum að skipta um leikstíl áður en hann var rekinn

Vissi eftir tvo leiki að leikmennirnir væru of lélegir – Stjórnin bannaði honum að skipta um leikstíl áður en hann var rekinn
433Sport
Í gær

Einn sá virtasti viðurkennir risastór mistök: Vonaði að stórstjarnan myndi bjarga sér – ,,Ég bjóst ekki við brjálæðinu sem fylgdi“

Einn sá virtasti viðurkennir risastór mistök: Vonaði að stórstjarnan myndi bjarga sér – ,,Ég bjóst ekki við brjálæðinu sem fylgdi“
433Sport
Í gær

Amorim staðfestir áhuga á Fernandes – ,,Þau eru tilbúin að gera það ómögulega“

Amorim staðfestir áhuga á Fernandes – ,,Þau eru tilbúin að gera það ómögulega“