fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Er ekki í neinum vafa um af hverju Rússar handtóku bandarískan blaðamann

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. apríl 2023 06:46

Evan Gershkovich. Skjáskot/Sky News

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörgum brá illilega í brún þegar bandaríski blaðamaðurinn Evan Gershkovich var handtekinn í Rússlandi í lok mars. Hann er 31 árs og starfar fyrir Wall Street Journal.

Hann hafði leyfi rússneskra stjórnvalda til að starfa í landinu en samt sem áður handtók leyniþjónustan FSB hann og sakaði um njósnir.

Gershkovic og Wall Street Journal vísa þeim ásökunum alfarið á bug.

B.T. spurði Flemming Splidsboel, sérfræðing í rússneskum málefnum, um handtökuna og sagði hann að líklega sé ein ástæða fyrir henni og hún sé ekki ávísun á góðar fréttir fyrir Bandaríkin.

„Ég get ekki sagt til um hvort hann sé sekur eða saklaus. En ég get sagt að við treystum því ekki sem rússnesk yfirvöld segja um málið,“ sagði Splidsboel.

Hann sagðist ekki sannfærður um að njósnir séu hin raunverulega ástæða handtökunnar. „Eins og þetta horfir við mér þá er megintilgangurinn með handtökunni fangaskipti,“ sagði hann.

Nýjasta dæmið er að Bandaríkjamenn létu hinn illræmda rússneska vopnasala Viktor Bout lausan og fengu körfuboltakonuna Brittney Griner látna lausa á móti.

Margir sérfræðingar telja að þau skipti hafi verið mjög hagstæð fyrir Rússa.

Splidsboel sagðist telja hugsanlegt að þau fangaskipti séu meðal ástæðnanna fyrir handtöku Gershkovich.

„Rússar vita að þeir geta kastað sér út í mál af þessu tagi og komist upp með það. Ef Bandaríkin væru mikilvægt viðskiptaland hefði staðan verið önnur. En Rússar hafa ekki miklu að tapa,“ sagði hann.

Hann vildi ekki útiloka að önnur ástæða geti legið að baki handtökunni og hún er ekki góð tíðindi fyrir þá fáu vestrænu blaðamenn sem enn eru í Rússlandi.

„Önnur ástæða gæti verið að koma öðrum útlendum blaðamönnum úr landi. Ef það er tilgangurinn þá hefði þetta alveg eins getað verið einhver annar blaðamaður,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ákærður fyrir hættulega líkamsárás á Litla-Hrauni

Ákærður fyrir hættulega líkamsárás á Litla-Hrauni
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ákærur yfirvofandi vegna netsölu áfengis

Ákærur yfirvofandi vegna netsölu áfengis
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu