fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Fókus

Steingrímur varð fyrir óvenjulegri lífsreynslu: „Þú verður að finna puttann, þú verður að finna puttann!“

„Þetta er það súrrealískasta sem ég hef lent í“

Auður Ösp
Föstudaginn 5. febrúar 2016 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef þessa reynslu alltaf á bak við eyrað síðan, verður oft hugsað til þessa putta og er alltaf alveg sérstaklega varkár á söginni,“ segir Steingrímur Ingi Stefánsson smiður sem lenti í þeirri óvenjulegu lífsreynslu að þurfa að leita logandi ljósi að fingrum sem vinnufélagi hans hafði misst í vinnuslysi. Segir hann atvikið ávallt vera greypt í minnið.

Í samtali við Fréttatímann segir Steingrímur að hann hafi verið að vinna sem smiður í Danmörku þegar hann varð einn daginn var við hávært öskur frá vinnufélaga sínum. „Gæinn heldur utan um höndina á sér, það er blóð út um allt, og segist hafa tekið af sér puttana. Ég kem nær og sé að litli putti er farinn og hluti af baugfingri. Hann er auðvitað náfölur og í algjöru sjokki og endurtekur bara í sífellu; „þú verður að finna puttann, þú verður að finna puttann!“

Þurfti Steingrímur að leita í ofboði að fingrunum og tók það á að sjá blóðslettur á víð og dreif. Baugfingurinn reyndist of tættur en litli fingurinn fannst í hrúgu af sagi og var honum skellt í plastpoka. „Við brunuðum upp á næsta sjúkrahús á meðan aumingja hann rumdi og stundi af sársauka. Á bráðamóttökunni kom svo í ljós að puttinn var ónýtur, svo hann vantar þessa tvo fingur í dag.“

„Þetta er það súrrealískasta sem ég hef lent í, að gramsa í sagi í algerri panikk og leita að putta,“ segir Steingrímur jafnframt og tekur fram að smiðir séu í dag mun varkárari en áður en margir af eldri kynslóðinni séu þó eins eða fleiri fingra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þessi algenga venja geti verið hættuleg eftir líkamsrækt

Læknir segir að þessi algenga venja geti verið hættuleg eftir líkamsrækt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stofnaði OnlyFans um leið og hún varð 18 ára – Faðir hennar bregst við

Stofnaði OnlyFans um leið og hún varð 18 ára – Faðir hennar bregst við
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Hárígræðslan breytti algjörlega lífi mínu“

„Hárígræðslan breytti algjörlega lífi mínu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vildi grennast fyrir brúðkaup sonar síns og stækkaði Ozempic skammtinn – „Þetta drap mig næstum því“

Vildi grennast fyrir brúðkaup sonar síns og stækkaði Ozempic skammtinn – „Þetta drap mig næstum því“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dóttir Hulk Hogan útskýrir hvers vegna hún mætti ekki í jarðarförina hans

Dóttir Hulk Hogan útskýrir hvers vegna hún mætti ekki í jarðarförina hans