fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Maðurinn sem ákvað að láta Kane fara tjáir sig: Var tilbúinn að gerast markmaður – ,,Hann var ekki nógu góður“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 16. apríl 2023 15:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var Roy Massey sem sá um að losa Harry Kane á sínum tíma er sóknarmaðurinn var aðeins 12 ára gamall og á mála hjá Arsenal.

Massey hefur opnað sig um það sem átti sér stað en Kane er í dag einn besti framherji heims og hóf ferilinn hjá Arsenal.

Þegar Kane var 12 ára gamall var það ákvörðun félagsins að losa hann úr akademíu félagsins sem var þá í umsjón Massey.

Kane samdi síðar við Tottenham en hann var ákveðinn í að standa sig hjá Arsenal og bauðst til að mynda stil að gerast markvörður.

,,Þegar ég sé Harry í dag þá get ég ekki annað en hugsað um þegar hann var vongóður 12 ára gamall strákur sem var á skrifstofunni minni ásamt mömmu hans og pabba. Hann var ekki beint nógu góður fyrir það sem við leituðum að,“ sagði Massey.

,,Þetta var erfiðasti hluti starfsins, að segja strákunum að Arsenal þyrfti að láta þá fara. Stuttu seinna kom pabbi Harry upp að mér og sagði að hann væri tilbúinn að gerast markmaður – það minnsta sem ég gat gert var að senda hann til markmannsþjálfarans Alex Welch.“

,,Alex var einn sá besti í bransanum og eftir nokkrar æfingar tjáði hann mér að Harry yrði aldrei nógu góður í marki. Hann þurfti að horfa annað og ég veit hversu mikið það særði hann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar
433Sport
Í gær

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kemur Gyokeres til varnar

Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 2 dögum
Salah snýr aftur