fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
433Sport

Harðorður í garð Messi sem sýnir litla virðingu – ,,Um leið og hann fær frídag er hann farinn“

Victor Pálsson
Laugardaginn 8. apríl 2023 12:22

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jerome Rothen hefur skotið föstum skotum á Lionel Messi, leikmann Paris Saint-Germain, og ekki í fyrsta sinn.

Rothen hefur verið duglegur að gagnrýna Messi síðan hann kom til PSG frá Barcelona en sá fyrrnefndi lék lengi með félaginu.

Rothen segir að Messi noti alla sína frídaga í að heimsækja Barcelona, félagið sem hann lék fyrir til margra ára áður en hann kom til Frakklands.

,,Lionel Messi stendur fyrir fótbolta, hann er allt sem ég elska við íþróttina. Hann hefur skráð sig í sögubækurnar,“ sagði Rothen.

,,Hann er mögulega sá besti í sögunni en við erum mjög vonsviknir með hvað hann hefur gert undanfarin tvö tímabil. Við höfum upplifað neikvæða hluti.“

,,Um leið og hann fær frídag þá er hann farinn til Barcelona. Hann hefur aldrei vanist París eða því sem PSG stendur fyrir.“

,,Þetta er svo sannarlega ungt félag en er með sögu sem þarf að virða. Þú þarft að koma fram sem leikmaður París og hann hefur aldrei gert það og ég kenni honum sjálfum um.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar
433Sport
Í gær

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kemur Gyokeres til varnar

Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 2 dögum
Salah snýr aftur