Knattspyrnumenn í ensku úrvalsdeildinni eru byrjaðir að leita sér hjálpar eftir að hafa gerst háðir nikotínpúðum.
The Sun fjallar um málið og nafngreinir leikmenn eins og Jamie Vardy, Victor Lindelof og Emil Krafth sem nota vímuefnið. Þeir tveir síðarnefndu eru sænskir en púðarnir eru gríðarlega áberandi þar í landi.
Samkvæmt heimildum blaðsins eru leikmenn að nota allt að 25 púða á dag – eitthvað sem Íslendingar kannast vel við.
‘Snus’ pokar eða ‘nikotínpúðar’ hafa tröllriðið öllu hér á landi undanfarin þrjú ár og eru til sölu á óteljandi stöðum.
Samkvæmt Sun hafa margir leikmenn áhyggjur af fíkninni og eru byrjaðir að leita sér hjálpar vegna hennar.
Læknar liða í ensku deildinni hafa einnig áhyggjur og sérstaklega þar sem pokarnir eru ekki ólöglegir og eru fáanlegir út um allt.