fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Mikil reiði eftir tilkynningu Sky: Einn vinsælasti sjónvarpsþátturinn á enda – ,,Hættið að hugsa um peninga“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 26. mars 2023 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir knattspyrnuaðdáendur voru undrandi í vikunni er greint var frá því að sjónvarpsþátturinn Soccer AM væri senn á enda.

Soccer AM hefur verið þáttur á sjónvarpsstöðinni Sky Sports í tæplega 30 ár og var um tíma gríðarlega vinsæll.

Fyrrum atvinnumaðurinn Jimmy Bullard öðlaðist vinsældir sem einn af þáttastjórnendum en nú eru aðeins níu þættir eftir.

Sky hefur tekið ákvörðun um að þetta verði síðasta tímabilið á Englandi þar sem þátturinn er sýndur.

Samkvæmt breskum miðlum voru þáttastjórnendur steinhissa og bálreiðir er þeir heyrðu af fréttunum sem komu verulega á óvart.

Þátturinn var fyrst sýndur 1995 og hafa fjölmargar stjörnur komið við sögu þar sem grín var yfirleitt aðal markmiðið.

,,Sorglegustu fréttir sem ég hef heyrt síðan COVID fór af stað,“ skrifar einn og er sár vegna ákvörðun Sky.

Annar bætir við: ,,Græðgi og ekkert annað. Hugsið um fólkið og hættið að hugsa um peninga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu
433Sport
Í gær

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Í gær

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern