fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Fær lítið að spila undir Ten Hag og opnar sig um stöðuna – ,,Ég vil fá að spila“

Victor Pálsson
Laugardaginn 25. mars 2023 13:36

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Victor Lindelof, leikmaður Manchester United, er ekki inni í myndinni hjá Erik ten Hag, stjóra félagsins.

Lindelof er 28 ára gamall sænskur landsliðsmaður en hann hefur aðeins komið við sögu í níu deildarleikjum.

Raphael Varane og Lisandro Martinez eru aðal mennirnir í vörn Man Utd og þarf mikið að gerast ef Lindelof ætlar að vinna sér inn byrjunarliðssæti.

Svíinn er samningsbundinn til 2024 og hefur nú tjáð sig um eigin stöðu hjá félaginu en hann er nú staddur með sænska landsliðinu í verkefni.

,,Ég er eins og allir aðrir leikmenn, ég vil fá að spila hvern einasta leik og það hefur ekki verið raunin á tímabilinu,“ sagði Lindelof.

,,Ég hef líka alltaf sagt að ég elski að fá tíma með landsliðinu, það er heiður að fá að vera hér og ég mun glaður spila fyrir mitt land.“

,,Eins og ég segi, þá vil ég fá að spila, það er ástæðan fyrir því að ég er í þessari íþrótt. Ég vil bara fá að spila leiki en ég hef ekki hugsað um að færa mig um set. Núna er ég bara að einbeita mér að landsliðinu.“

,,Í sumar þá skoðum við stöðuna og sjáum hvað er best fyrir báða aðila.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“