fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fókus

Samfélagsmiðlastjarna höfð að háði og spotti fyrir að rukka 1,4 milljónir fyrir einkaskilaboð

Fókus
Miðvikudaginn 22. mars 2023 09:59

Emma Chamberlain. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagsmiðlastjarnan Emma Chamberlain hefur verið höfð að háði og spotti eftir að skjáskot úr netverslun hennar fór á dreifingu.

Vefsíðunni er nú niðri vegna viðhalds.

Umrætt skjáskot sýnir að það hafi verið í boði að kaupa „persónuleg skilaboð frá Emmu á Instagram“ fyrir tíu þúsund dollara, eða rétt tæplega 1,4 milljónir krónur.

Einnig bauð vefsíðan upp á að skipta niður greiðslum og borga rúmlega 125 þúsund á mánuði í eitt ár.

Skjáskotið vakti mikla athygli og síðan þá hefur netverslunin verið niðri vegna viðhalds.

BuzzFeed fjallaði um málið í gær og fékk í kjölfarið yfirlýsingu frá talsmönnum Emmu Chamberlain, sem sögðu að það væri ekki rétt að hún væri að selja einkaskilaboð á 1,4 milljón krónur. Þeir sögðu að umrædd færsla hafi verið hluti af prófun á vefsíðunni og að Emma hafði ekki haft hugmynd um það.

Yfirlýsinguna má lesa hér að neðan.

Veitur á borð við Cameo, þar sem almenningi gefst tækifæri til þess að kaupa persónulegar kveðjur frá frægum einstaklingum, hafa verið að hasla sér völl undanfarin ár. Verðið er þó venjulega mun lægra en var á netverslun Emmu, en eins og talsmenn samfélagsmiðlastjörnunnar greindu frá þá verða einkaskilaboð frá henni ekki seld á þessu verði, og ekki er vitað hvort hún mun yfir höfuð rukka fyrir einkaskilaboð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kara lifði af martröð á götunni: „Ég hugsaði: Hann er að fara að drepa mig“

Kara lifði af martröð á götunni: „Ég hugsaði: Hann er að fara að drepa mig“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jóhannes Haukur segir aðeins útvalda geta rist nafn sitt í frost

Jóhannes Haukur segir aðeins útvalda geta rist nafn sitt í frost
Fókus
Fyrir 4 dögum

RÚV staðfestir þátttöku í Eurovision 2026 með fyrirvara

RÚV staðfestir þátttöku í Eurovision 2026 með fyrirvara
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varst þú að kaupa gallaða fasteign? – Þetta getur þú gert

Varst þú að kaupa gallaða fasteign? – Þetta getur þú gert