fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fókus

Maríanna með mikilvæg skilaboð til þolenda – „Ég fann kraftinn sem ég týndi þegar ég var bara fjórtán ára barnapía“

Fókus
Föstudaginn 24. febrúar 2023 19:02

Maríanna Pálsdóttir. Mynd/Ásta Kristjáns

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maríanna Pálsdóttir, snyrti- og förðunarfræðingur og eigandi Snyrtistofu Reykjavíkur, er pistlahöfundur á DV. Hún kemur til dyranna eins og hún er klædd og skrifar hreinskilna pistla um snyrtivörubransann og öðru því tengdu.

Sjá einnig: Maríanna segir þetta samfélagsmiðlatrend stórhættulegt

Í pistli vikunnar fer hún í persónulegri málefni og opnar sig um áfall í æsku.

Heilög æska

Í þessum pistli ætla ég aftur í tímann og beina orðum mínum til okkar kvenna, okkar sem þá vorum kannski um fermingu og fram undan blöstu við þrepin í áttina að því að verða kona.

Það sem ég myndi vilja segja við 14 ára mig: Verndaðu þig vel svo æskan þín skekkist ekki því það að vera týndur fullorðinn rífur úr þér kjarnann.

Skrifaðu niður draumana þína – láttu þá alla rætast. Láttu þig það ekki varða hvað öðrum finnst. Haltu áfram að vera þú og reyndu að finna út úr því hvað þú elskar að gera og hverju þú brennur fyrir.

Mundu að það er enginn bíll eða sófi, kjólar eða förðunardót, sem munu veita þér hamingju í lífinu. Þú getur allt. Ekki láta neitt stöðva þig.

Ég myndi líka segja við litlu mig að vandamálin sem koma upp í lífinu eru til að leysa þau og það er best að takast á við þau strax. Talaðu upphátt og segðu frá ef það er eitthvað sem hefur komið fyrir þig.

Ástæðan fyrir þessum skrifum er einföld. Ég fann kraftinn minn aftur núna, fjörutíu ára gömul. Ég fann kraftinn sem ég týndi þegar ég var bara fjórtán ára barnapía. Ég gæti litið á það þannig að þá hafi æsku minni verið rænt, þegar ég gekk með skólatöskuna mína á bakinu á leiðinni í skólann, saklaus og vissi ekki hvað beið mín 30 mínútum síðar á ruslahaugunum. En ég vil frekar horfa fram á veginn, taka ábyrgð á mér sjálfri, miðla því áfram sem ég hef lært af þessum brotsjó til barnanna minna og leiðbeina þeim svo æskan þeirra skekkist ekki eins og mín gerði.

Ég veit að við erum svo margar þarna úti sem þráum að finna frið í hjartanu en vitum einfaldlega ekki hvernig við eigum að fara að. Sumar okkar fara til sálfræðings, aðrar til geðlæknis, markþjálfa eða dávalds, og enn aðrar leggja í hugbreytandi ferðalög. Allt til þess eins að skilja hvað það var sem kom fyrir, hvað það var sem breytti leiknum.

Því miður gera sumar okkar ekkert og þið sem enn berið gamla plástra á sárum fortíðar vil ég segja: Það er ekki of seint að rífa þá af. Það er ekki of seint að hleypa súrefninu að og leyfa sárunum loks að gróa. Það grasserar undir þessum plástrum. Þeir mygla okkur að innan og veikja okkur í sálinni og líkamanum. Ör fortíðarinnar eru partur af leiknum sem við erum þátttakendur í – leiknum sem er lífið sjálft.

Lífið er lífið og það er engin hjáleið.

Höfundur: Maríanna Pálsdóttir, förðunar- og snyrtifræðingur.

Fylgdu henni á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Duran aftur til Evrópu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigga segist geta kveikt á ónýtri ljósaperu með því að leggja hana á ennið

Sigga segist geta kveikt á ónýtri ljósaperu með því að leggja hana á ennið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ragnhildur gagnrýnir „ofurfyrirsætusnarlið“ sem fer sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum

Ragnhildur gagnrýnir „ofurfyrirsætusnarlið“ sem fer sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Móðir eyðilagði óléttutilkynningu í einstaklega vandræðalegu myndbandi

Móðir eyðilagði óléttutilkynningu í einstaklega vandræðalegu myndbandi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ellý Ármanns svarar spurningunni: Verður gott veður á Þjóðhátíð í Eyjum í ár?

Ellý Ármanns svarar spurningunni: Verður gott veður á Þjóðhátíð í Eyjum í ár?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ísak um atvik í IKEA: „Það tók mig svona 40 sekúndur að ná tökum á aðstæðum eftir að ósköpin dundu yfir“

Ísak um atvik í IKEA: „Það tók mig svona 40 sekúndur að ná tökum á aðstæðum eftir að ósköpin dundu yfir“