fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Magnað afrek Haaland sem jafnaði met Aguero og á nóg af leikjum eftir

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 15. febrúar 2023 21:23

Haaland er magnaður leikmaður / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norski framherjinn Erling Braut Haaland er sá leikmaður í sögu enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester City, ásamt Aguero, sem hefur skorað flest mörk á einu tímabili í deildinni.

Haaland skoraði þriðja mark Manchester City í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld og er það hans 26 mark í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu, hreint út sagt mögnuð tölfræði.

Mark hans í kvöld þýðir að hann jafnar met sem var áður bara í eigu Argentínumannsins Sergio Kun Aguero sem náði þeim áfanga að skora 26 mörk á einu tímabili fyrir Manchester City tímabilið 2014/2015.

Haaland gekk til liðs við Manchester City fyrir yfirstandandi tímabil og verður áhugavert að sjá hversu mörgum mörkum hann nær að pota inn í viðbót fyrir lok tímabils.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Benzema boðar óvænta endurkomu

Benzema boðar óvænta endurkomu
433Sport
Í gær

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 2 dögum

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur