fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Gefast ekki upp á Bellingham en vita að möguleikinn er ekki mikill

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 15. febrúar 2023 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea hefur enn áhuga á Jude Bellingham og ætlar sér að taka þátt í kapphlaupinu um hann. Þetta kemur fram í Daily Telegraph.

Bellingham er einn allra eftirsóttasti leikmaður heims. Hann er á mála hjá Borussia Dortmund en það þykir ansi líklegt að enski miðjumaðurinn fari annað næsta sumar.

Talið er að Liverpool og Real Madrid leiði kapphlaupið um Bellingham, sem verður líklega rándýr.

Chelsea hefur hins vegar áhuga en er samkvæmt fréttum langt frá því að vera líklegasti áfangastaður Bellingham .

Frá komu Todd Boehly til félagsins hefur Chelsea eytt yfir 600 milljónum punda. Liðið situr í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Chelsea áttar sig á að það verður ansi erfitt að klófesta Bellingham en hefur ekki gefið upp vonina.

Bellingham hefur verið frábær fyrir Dortmund frá því hann kom til félagsins frá Birmingham 2020. Frábær frammistaða hans með enska landsliðinu á Heimsmeistaramótinu í Katar var ekki til að minnka áhugann á honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lét ótrúleg ummæli um getnaðarlim sinn falla eftir að hafa misst yfir 60 kíló

Lét ótrúleg ummæli um getnaðarlim sinn falla eftir að hafa misst yfir 60 kíló
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Arne Slot mættur í alvöru party á Ibiza

Sjáðu myndbandið – Arne Slot mættur í alvöru party á Ibiza
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Liverpool mjög nálægt því að kaupa öflugan hægri bakvörð

Liverpool mjög nálægt því að kaupa öflugan hægri bakvörð
433Sport
Í gær

Bonnie Blue braut af sér um helgina

Bonnie Blue braut af sér um helgina
433Sport
Í gær

Þetta er upphæðin sem Real Madrid ætlar að bjóða Liverpool til að fá Trent með á HM

Þetta er upphæðin sem Real Madrid ætlar að bjóða Liverpool til að fá Trent með á HM