fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

„Sykurskvísur“ fá bankamenn til að borga skólagjöldin og talsvert meira

Þúsundir háskólanema í Bretlandi skrá sig á stefnumótasíður í leit að fjárhagslegum stuðningi – Fara í ferðalög með velstæðum karlmönnum – Fá tískuvörur að launum fyrir félagsskap

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 9. febrúar 2016 12:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þúsundir stúlkna sem stunda nám í breskum háskólum nota sértilgerðar stefnumótasíður til að kynnast vel stæðum karlmönnum. Stúlkurnar eru kallaðar „Sugarbabes“ eða „Sykurskvísur“ og leita helst að karlmönnum sem starfa í fjármálageiranum. Mennirnir borgar ýmist skólagjöld, bækur og jafnvel tískuvörur fyrir stúlkurnar í skiptum fyrir félagsskap þeirra.

Fjölmargar stúlkur eru í slíkum samböndum og oftar en ekki er ein stúlka í sambandi með fleiri en einum karlmanni í einu, þó þeir séu yfirleitt ekki meðvitaðir um hvorn annan. Slík sambönd eru, samkvæmt könnunum, að verða sífellt vinsælli á meðal stúlkna í háskólum. Sem dæmi má nefna eru yfir 700 stúlkur í leit að slíku sambandi í Kent háskólanum og Cambirdge, ef marka má notendur vefsíðunnar „SeekingArrangement“ sem stofnuð var árið 2006.

Í frétt MailOnline er þar haft eftir tveimur stúlkum sem hafa verið í slíkum samböndum.

Önnur stúlkan Ali Mohamed, 22 ára nemi við Oxford, segir að hún hefði verið orðin þreytt á að vinna með skóla til eiga fyrir útgjöldum. Eftir að hún skráði sig á stefnumótasíðuna hefur hún kynnst tveimur mönnum sem borgar fyrir félagsskap hennar.

Á tvo vini sem borga fyrir félagsskap hennar.
Ali Mohamed. Á tvo vini sem borga fyrir félagsskap hennar.

„Augljóslega vita þeir ekki af hvor öðrum. Einn kaupir handa mér það sem ég þarf, nýjan kjól ef ég er að fara út á lífið, skó og skólabækur. Hinn gefur mér svo 800 til 1.000 pund á mánuði í vasapeninga,“ segir Ali en hún fór meðal annars með öðrum vini sínum til Spánar, þar sem þau ferðuðust um á mótorhjólum.

Ali segist hafa gert mönnum frá upphafi grein fyrir því að hún myndi ekki stunda kynlíf með þeim. Hún segir að um „vinasambönd“ sé að ræða og vill ekki að þeim sé líkt við fylgdarþjónustu.

Hin stúlkan, Andrea Warren, 19 ára laganemi, hefur einnig verið í tveimur „vinasamböndum“ en þó ekki á sama tíma líkt og Ali. Warren segir það henta mjög vel að vera í sambandi með bankamanni, þar sem þeir séu hvort sem of uppteknir til að vera í alvarlegu sambandi.

Eftir að Warren kynntist seinni vini sínum hefur hún flutt af stúdentagörðum háskólans og í íbúð sem vinur hennar borgar fyrir. Sá gefur henni einnig 500 pund á viku í vasapeninga og gefur henni reglulega veglegar gjafir.

„Í síðustu viku fórum við á veitingastaðinn hans Gordon Ramsey og fengum okkur mjög dýra máltíð. Ég fór svo og keypti mér 6.000 punda Versace-tösku, föt og nokkur skópör,“ sagði Warren og bætti við að hún sé á leiðinni til Feneyja með vini sínum í næsta mánuði.

„Núna get ég gert margt sem ég hefði aldrei haft efni á. Við gistum sem dæmi alltaf á fimm stjörnu hótelum.“

Warren viðurkennir að sambandið sé að verða alvarlegra á milli þeirra. Hún segist stunda kynlíf með vini sínum, sem er 26 ára, og að hann hafi hitt föður hennar. Warren segir að hún sé vissulega að græða á sambandinu en vill ekki vera kölluð „gullgrafari,“ þó hún sé sjálf ekki að leita að alvarlegu sambandi.

„Ég myndi ekki vilja vera með honum ef mér þætti hann ekki áhugaverður og við næðum vel saman. Ég myndi ekki vilja vera í vandræðalegu sambandi, þó ég fengi mikið borgað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni