fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Ekki hrifinn af tölvuleikjum en ein undantekning – ,,Valdi alltaf Arsenal“

Victor Pálsson
Laugardaginn 11. febrúar 2023 14:44

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Martin Ödegaard hefur útskýrt ást sína á Arsenal en hann skrifaði undir endanlegan samning við félagið árið 2021.

Ödegaard kom til Arsenal frá Real Madrid en hann var á sínum tíma talinn einn efnilegasti ef ekki efnilegasti leikmaður heims.

Ödegaard var alltaf aðdáandi Arsenal sem krakki en eini tölvuleikurinn sem hann spilaði fótboltaleikurinn vinsæli, FIFA.

,,Ég hef aldrei verið það hrifinn af tölvuleikjum, ég er af þessari kynslóð sem lék sér úti en eina undantekningin var FIFA. Ég spilaði aðallega ‘Career Mode,“ sagði Ödegaard.

,,Þú færð að vera stjórinn þar og það félag sem ég valdi alltaf var Arsenal. Þetta var mitt lið í FIFA, ég ólst upp í Noregi og horfði á mikið af ensku úrvalsdeildinni.“

,,Ég fékk góða tilfinningu frá Arsenal og hafði séð klippur af Thierry Henry og þeim ósigruðu (e. the invincibles).

,,Ég þekkti sögu félagsins að ala upp leikstjórnanda eins og Cesc Fabregas, Samir Nasri og Mesut Özil, þetta voru tæknilega góðir leikmenn sem reyndu erfiðar sendingar, mín týpa af leikmanni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar
433Sport
Í gær

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kemur Gyokeres til varnar

Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 2 dögum
Salah snýr aftur