fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Jóhann lýsir stærstu breytingunni – „Þar var ekkert væl“

433
Sunnudaginn 12. febrúar 2023 20:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður enska B-deildar liðsins Burnley var til viðtals í Íþróttavikunni með Benna Bó þar sem þeir félagar fóru yfir stöðuna hjá Jóhanni sjálfum sem og Burnley sem hefur verið á miklu flugi.

Jóhann Berg Guðmundsson hefur undanfarin misseri verið ansi óheppin með meiðsli, sem hafa meðal annars verið tilkomin vegna mikils álags sem Jóhann fann mikið fyrir undir stjórn Bretans Sean Dyche.

Allt annað sé upp á teningnum nú þegar Jóhann Berg spilar undir stjórn Vincent Kompany hjá félaginu. Kompany glímdi sjálfur við þrálát meiðsli á sínum leikmannaferli hjá Manchester City og skilur því hvað Jóhann Berg hefur gengið í gegnum

Er ekki munur að hafa þannig þjálfara sem tengir við og skilur líkama þinn?

„Það er stóra breytingin í þessu, álagið sem hann hefur stýrt á mér í leikjum sem og æfingum. Í sumum tilfellum er ég ekki með á allri æfingunni, ég get verið úti í 40 mínútur á meðan að aðrir eru að djöflast í klukkustund eða eina og hálfa klukkustund.  Þetta skiptir máli því það sem skiptir höfuðmáli í þessu er að vera heill heilsu og klár í slaginn í leikjum.

Kompany stýrir líka álaginu sem Jóhann Berg er undir í leikjum Burnley.

„Ég hef oft farið út af eftir sextíu mínútur. Auðvitað vill maður spila allan leikinn í öllum leikjum en ég vil frekar vera með heilsu í að vera klár í hvern einasta leik.

Hérna áður fyrr, þegar að Sean Dyche var við stjórnvölinn, var þetta oft á tíðum tekið á hörkunni. Þar var ekkert væl.“

Viðtalið við Jóhann Berg í Íþróttavikunni með Benna Bó má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Tíu Chelsea-menn áttu ekkert í Newcastle

England: Tíu Chelsea-menn áttu ekkert í Newcastle
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir sterkustu mennirnir slógust fyrir framan myndavélina: Yfirmaðurinn sagður vera brjálaður – Sjáðu myndbandið

Tveir sterkustu mennirnir slógust fyrir framan myndavélina: Yfirmaðurinn sagður vera brjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bætti met Eiðs og er sá yngsti í sögunni

Bætti met Eiðs og er sá yngsti í sögunni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vissi eftir tvo leiki að leikmennirnir væru of lélegir – Stjórnin bannaði honum að skipta um leikstíl áður en hann var rekinn

Vissi eftir tvo leiki að leikmennirnir væru of lélegir – Stjórnin bannaði honum að skipta um leikstíl áður en hann var rekinn
433Sport
Í gær

Einn sá virtasti viðurkennir risastór mistök: Vonaði að stórstjarnan myndi bjarga sér – ,,Ég bjóst ekki við brjálæðinu sem fylgdi“

Einn sá virtasti viðurkennir risastór mistök: Vonaði að stórstjarnan myndi bjarga sér – ,,Ég bjóst ekki við brjálæðinu sem fylgdi“
433Sport
Í gær

Amorim staðfestir áhuga á Fernandes – ,,Þau eru tilbúin að gera það ómögulega“

Amorim staðfestir áhuga á Fernandes – ,,Þau eru tilbúin að gera það ómögulega“
Hide picture