fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Greenwood rýfur þögnina eftir að ákærur á hendur honum voru látnar niður falla

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 2. febrúar 2023 20:30

Mason Greenwood / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mason Greenwood, leik­maður enska úr­vals­deildar­fé­lagsins Manchester United hefur gefið frá sér yfir­lýsingu í kjöl­far frétta sem bárust fyrr í dag þar sem greint var frá því að á­kærur á hendur honum, sem sneru meðal annars að meintri til­raun til nauðgunar, líkams­á­rásar og stjórnandi hegðunar á hendur fyrrum kærustu hans, hefðu verið látnar niður falla.

Í yfir­lýsingu frá Greenwood sem birt hefur verið í fjöl­miðlum á Bret­lands­eyjum  segist Greenwood vera létt yfir niður­stöðu dagsins.

,,Mér er létt yfir því að þessu skuli nú loks vera lokið og vil þakka fjöl­skyldu minni, ást­vinum og vinum fyrir þeirra stuðning. Ég mun ekki tjá mig frekar að svo stöddu,“ sagði í fremur stutt­orðri yfir­lýsingu frá leik­manninum.

Fyrr í dag gaf fé­lags­lið Greenwood, Manchester United frá sér yfir­lýsingu þar sem greint var frá því að nú færi af stað rann­sókn innan fé­lagsins og út frá henni yrðu næstu skref hvað leik­manninn varðar á­kveðin.

Greenwood mun því ekki æfa né spila með Manchester United á næstunni.

Hann hefur ekki spilað fót­bolta í meira en ár í kjöl­far þess að hann var á­kærður fyrir til­raun til nauðgunar, stjórnandi hegðun og líkams­á­rás, allt gegn fyrr­verandi kærustu sinni Harriet Rob­son.

Lög­regla á Manchester-svæðinu stað­festi fyrr í dag að á­kærurnar á hendur honum hefðu verið látnar niður falla.

„Þar sem þetta mál er mikið í fjöl­miðlum teljum við sann­gjarnt að deila því með ykkur að 21 árs gamli maðurinn sem tengist rann­sókn sem hófst í janúar 2022 verður ekki frekar sóttur til saka vegna málsins,“ segir yfir­lög­reglu­þjónninn Michaela Kerr.

Greenwood hefur verið á mála hjá United síðan hann var sex ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

PSG franskur meistari eftir tap Monaco

PSG franskur meistari eftir tap Monaco
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Unglingurinn skoraði sjö mörk fyrir Arsenal

Unglingurinn skoraði sjö mörk fyrir Arsenal
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Besta deildin: Breiðablik vann í Vesturbænum – Fimm mörk í seinni hálfleik

Besta deildin: Breiðablik vann í Vesturbænum – Fimm mörk í seinni hálfleik
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tjáir sig um framtíð Greenwood – ,,Þá getum við rætt málin“

Tjáir sig um framtíð Greenwood – ,,Þá getum við rætt málin“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Í gær

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“