fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Boris Johnson segir að Pútín hafi hótað honum símleiðis

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 30. janúar 2023 08:00

Pútín hafði að sögn í hótunum við Boris Johnson. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri heimildarmynd frá BBC segir Boris Johnson, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hafi hótað að skjóta flugskeyti á hann.

Segir Johnson að Pútín hafi hótað þessu í símtali þeirra skömmu áður en Pútín skipaði her sínum að ráðast inn í Úkraínu aðfaranótt 24. febrúar á síðasta ári.

„Hann ógnaði mér á ákveðinn hátt á einum tímapunkti og sagði: „Boris, ég vil ekki meiða þig en með flugskeyti tekur það bara nokkrar mínútur“. Eða eitthvað í þessa áttina,“ segir Johnson í heimildarmyndinni.

Hann var forsætisráðherra Bretlands þegar Rússar réðust inn í Úkraínu. Í samvinnu við stærsta hluta vestrænna ríkja stóð hann fyrir innleiðingu fjölda refsiaðgerða gegn Pútín og Rússlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Messi að skrifa undir
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Viðskiptaráð segir gífurlega og áhættulausa hagnaðarvon fólgna í olíuleit á Drekasvæðinu

Viðskiptaráð segir gífurlega og áhættulausa hagnaðarvon fólgna í olíuleit á Drekasvæðinu
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Komst upp um stórt kókaínsmygl frá Frankfurt hingað til lands – Afhenti félaganum ferðatöskuna

Komst upp um stórt kókaínsmygl frá Frankfurt hingað til lands – Afhenti félaganum ferðatöskuna
Fréttir
Í gær

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sturlaðist í Veiðivötnum og framdi rán

Sturlaðist í Veiðivötnum og framdi rán
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Meiri lífsgæði og betri heilsa – tækifærin leynast alls staðar“

„Meiri lífsgæði og betri heilsa – tækifærin leynast alls staðar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna