fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Leigðu villuna í White Lotus – Njóttu lífsins fyrir 800.000 kr. næturgistingu

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 25. janúar 2023 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsþættirnir White Lotus hafa notið feikna vinsælda og vann önnur þáttaröðin Golden Globe verðlaunin nú í janúar sem besta stutta þáttaröðin og Jennifer Coolidge var valin besta aukaleikkonan í stuttri þáttaröð. 

Í þeirri þáttaröð þá stinga þær Daphne (Meghann Fahy) og Harper (Aubrey Plaza) eiginmenn sína af og leigja villu fyrir einnar nætur stelpuferð. Villan er ekki uppsett í stúdíói eins og oft er, heldur er til í raun og veru og það besta er að þú getur leigt hana á Airbnb. Það er ef þú átt um 800.000 kr. (5000 evrur) til að spreða fyrir næturgistinguna.

Villan, Villa Tasca, er staðsett í Palermo á Sikiley og á elsti hluti hennar sögu að rekja til 16 aldar eins og segir í lýsingunni. Átta gestir geta gist í einu, en villan samanstendur af fjórum svefnherbergjum hvert með einkabaðherbergi, glæsilegum stofum þar sem hátt er til lofts og vandlega skreytt. Áhugasamir geta skoðað eignina hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli