fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Danny Ings genginn í raðir West Ham

Victor Pálsson
Föstudaginn 20. janúar 2023 14:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framherjinn Danny Ings er genginn í raðir West Ham en hann kemur til félagsins frá Aston Villa.

Kaupverðið verður allt að 15 milljónir punda en Ings er þrítugur og þekktur markaskorari á Englandi.

Ings var keyptur til Villa fyrir rúmlega 20 milljónir punda árið 2021 en hann var þá á mála hjá Southampton.

Hann náði hins vegar ekki að sýna sínar réttu hliðar á Villa Park og fær nú tækifæri á að sanna sig annars staðar.

Ings á að baki þrjá landsleiki fyrir England en hann skoraði alls 13 deildarmörk í 48 leikjum fyrir Villa en lék áður með Southampton, Liverpool og fyrst Burnley.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar
433Sport
Í gær

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kemur Gyokeres til varnar

Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 2 dögum
Salah snýr aftur