fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fréttir

Bandaríkin senda Úkraínumönnum á annað hundrað brynvarin ökutæki

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 20. janúar 2023 09:00

Stryker herbíll. Mynd:Jarek Tuszyński/Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska varnarmálaráðuneytið, Pentagon, tilkynnti í gærkvöldi að Úkraínumenn fái nýjan pakka af hergögnum. Verðmæti hans er 2,5 milljarðar dollara. Í þessum pakka eru meðal annars 59 brynvarðir Bradley liðsflutningabílar og 90 brynvarin Stryker ökutæki.

Áður hafði spurst út að Úkraínumenn myndu fá Bradley og Stryker ökutæki en báðar tegundirnar gera úkraínskum hermönnum kleift að ferðast um við víglínurnar á mun öruggari hátt en áður.

Bradley ökutækin eru búin flugskeytum sem eru sérhönnuð til árása á skriðdreka. Stryker ökutækin eru aðallega notuð við liðsflutninga.

Einnig fá Úkraínumenn meðal annars átta Avenger loftvarnarkerfi, nætursjónauka og gríðarlegt magn skotfæra.

Pentagon segir að með þessum pakka sé framlag Bandaríkjanna til Úkraínumanna frá upphafi stríðsins orðið 27,4 milljarðar dollara. Það er álíka mikið og verg þjóðarframleiðsla Íslands á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Stefán Kristjánsson látinn

Stefán Kristjánsson látinn
Fréttir
Í gær

Sérfræðingur er áhyggjufullur – Segir þetta geta verið síðustu aðvörunina til Evrópu áður en stórstyrjöld við Rússland brýst út

Sérfræðingur er áhyggjufullur – Segir þetta geta verið síðustu aðvörunina til Evrópu áður en stórstyrjöld við Rússland brýst út
Fréttir
Í gær

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Una Margrét slegin óhug vegna greinar blaðamanns Morgunblaðsins – „Hann er, sem sagt, að vara við lýðræðinu“

Una Margrét slegin óhug vegna greinar blaðamanns Morgunblaðsins – „Hann er, sem sagt, að vara við lýðræðinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann