fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
433Sport

Sölvi gekk pirraður á fund og vildi útskýringar – Þá fékk hann svör sem komu á óvart

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 19. janúar 2023 10:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sölvi Geir Ottesen er gestur í nýjasta þætti Chat After Dark. Þar fer fyrrum knattspyrnumaðurinn yfir víðan völl, meðal annars tíma sinn hjá FC Kaupmannahöfn.

Sölvi, sem lagði skóna á hilluna eftir þarsíðasta tímabil, segir frá því þegar Belginn Ariel Jacobs tók við FCK árið 2012. Þá hafði Sölvi leikið með Kaupmannahafnarliðinu við góðan orðstýr frá 2010.

Íslendingurinn var hins vegar ekki inni í myndinni hjá Jacobs.

„Þetta var algjör pappakassi,“ segir Sölvi ómyrkur í máli.

Hann segir frá því þegar hann gekk á fund þjálfarans og vildi svör fyrir því að hann væri ekki að fá að spila undir hans stjórn.

„Ég fór á fund með honum og spurði af hverju ég fengi ekki sénsinn, ég væri að standa mig vel á æfingum. Hann fór að telja upp mjög skrýtna hluti sem voru ástæðan fyrir því. Hann sagði mér að þegar við tækjum hringinn fyrir æfingar væri ég aðeins fyrir utan hringinn, ekki inni í hópnum. Svo þegar við værum að skipta yfir úr einni æfingu í aðra þá sparkaði ég boltanum stundum í markið og kom ekki strax. Svo kom ég stundum ekki fullklæddur á fundina sem voru haldnir fyrir æfingar. Þá var ég stundum að klæða mig í sokkana.“

Sölvi var steinhissa á þessu. „Ég bara, hvað á ég að gera við þessar upplýsingar?“

Sölvi fór frá FCK 2013 og hélt til Ural í Rússlandi. Hann lék einnig í Kína, Tælandi og Svíþjóð á ferlinum, auk þess að hann var hjá Víkingi R. hér heima. Hann varð Íslandsmeistari með liðinu 2021.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ætla ekki að hækka tilboðið og getur því farið frítt í sumar

Ætla ekki að hækka tilboðið og getur því farið frítt í sumar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Beckham lætur í sér heyra á X-inu eftir að skotið var fast á Inter Miami

Beckham lætur í sér heyra á X-inu eftir að skotið var fast á Inter Miami
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Delap nálgast ákvörðun

Delap nálgast ákvörðun
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

United stórhuga fyrir sumarið – Leikurinn gegn Tottenham skiptir gríðarlegu máli

United stórhuga fyrir sumarið – Leikurinn gegn Tottenham skiptir gríðarlegu máli