fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
433Sport

Klopp hefur áhyggjur af skráningunni og býst ekki við fleiri leikmönnum í janúar

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 17. janúar 2023 20:05

Jurgen Klopp .Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, sér það ekki fyrir sér að félagið muni fá inn fleiri leikmenn í janúarglugganum.

Liverpool er búið að semja við sóknarmanninn Cody Gakpo sem kom frá PSV Eindhoven og er töluverður liðsstyrkur í sókninni.

Liverpool tapaði 3-0 gegn Brighton um helgina en þrátt fyrir það býst Klopp ekki við að fleiri leikmenn séu á leiðinni fyrir lok gluggans.

,,Ef við fáum inn nýja leikmenn þá er ekki pláss fyrir alla fyrir skráningu í ensku úrvalsdeildina eða Meistaradeildina, okkar leikmannahópur er ekki svona lítill!“ sagði Klopp.

,,Við þurfum að bæta hópinn en er núna rétta augnablikið? Ég get ekki séð það vegna stöðunnar sem við erum í.“

,,Ég get ekki verið að breyta um skoðun í hverri viku því staðan er ekki að breytast jafnvel þó við höfum tapað leik.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar
433Sport
Í gær

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kemur Gyokeres til varnar

Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 2 dögum
Salah snýr aftur