fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Sjáðu þegar Klopp snöggreiddist á blaðamannafundi – „Heldur þú það um mig eftir öll þessi ár?“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 13. janúar 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp var pirraður á blaðamannafundi í dag. Lærisveinar hans í Liverpool mæta Brighton í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Þýski stjórinn var spurður af blaðamanninum Carl Markham hvers vegna Liverpool ætlaði ekki að styrkja sig frekar í janúarglugganum.

Liðið hefur verið í meiðslavandræðum. Diogo Jota og Luis Diaz eru frá í einhvern tíma og Roberto Firmino og Darwin Nunez hafa einnig verið að glíma við meiðsli.

„Þú sagðir áðan að þú gætir ekki leyst öll vandamál á leikmannamarkaðnum. Er það af því þú heldur að leikmennirnir séu ekki til, að þú finnir þá ekki eða eru ástæðurnar af fjárhagslegum toga?“ spurði Markham.

„Carl, ég hef haldið svona sex þúsund blaðamannafundi hjá Liverpool og þú hefur verið í svona 5999 þeirra. Þarf ég að segja þér söguna með peningana aftur?“ svaraði reiður Klopp.

Klopp segir vandamálið vera það að það verði vandamál þegar meiddir leikmenn koma til baka ef nýir verði keyptir nú.

Þetta brot úr blaðamannafundinum má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur