fbpx
Miðvikudagur 15.maí 2024
Fréttir

Fangar eru notaðir sem fallbyssufóður í „hakkavélinni“ – Nú hafa þeir fengið nóg

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. desember 2022 07:00

Rússneskir málaliðar í Bakhmut. Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Málaliðar á vegum Wagnerhópsins hafa orðið fyrir miklu mannfalli í Bakhmut og nú virðist sem þeir hafi misst viljann til að berjast.

Orustan um Bakhmut hefur staðið yfir mánuðum saman og hefur bærinn verið kallaður „hakkavélin“ vegna hins mikla mannfalls sem bæði Rússar og Úkraínumenn hafa orðið fyrir. Bardögunum í og við bæinn hefur verið líkt við það sem átti sér stað í fyrri heimsstyrjöldinni, skotgrafahernaður er stundaður þar og stórskotaliði beitt af miklum móð.

TV2 segir að ýmislegt bendi til að stríðsgæfan sé að snúast Úkraínu í vil í orustunni um bæinn. Margir af rússnesku hermönnunum, sem berjast um bæinn, eru málaliðar á vegum Wagnerhópsins. Margir þeirra eru fangar sem var heitið sakaruppgjöf gegn því að ganga til liðs við Wagnerhópinn og fara til Úkraínu að berjast.

Málaliðarnir hafa orðið fyrir miklu mannfalli í og við Bakhmut og virðist nú sem baráttuandinn hafi yfirgefið þá.

Á síðustu dögum hafa mörg myndbönd verið birt á samfélagsmiðlum þar sem ekki er annað að sjá en að málaliðarnir hafi misst baráttuviljann.

Á mánudaginn deildi Christo Grozev, sem er blaðamaður hjá rannsóknarfjölmiðlinum Bellingcat, myndbandi á Twitter. Það er frá Bakhmut og sýnir að sögn Grozev liðsmenn Wagnerhópsins sem gera lítið úr Valery Gerassimov, starfsmannastjóra rússneska varnarmálaráðuneytisins, og kalla hann „kúk“.

Málaliðarnir virðast vera mjög ósáttir við að þeir hafa ekki nóg af skotfærum til að standa í átökum. „Kúkurinn þinn. Hvar eru sprengjurnar? Okkur vantar sprengjur,“ segja þeir.

Annað myndband er einnig í dreifingu á Twitter. Í því er sú mynd dregin upp að málaliðarnir í Bakhmut séu að missa móðinn. Hópur málaliða, sem hafa gefist upp fyrir úkraínskum hermönnum, sjást í myndbandinu. Einn þeirra segir að hann hafi áður afplánað dóm í Orenburghéraðinu í Rússlandi.

Hernaðarsérfræðingar hafa áður bent á að fangarnir séu notaðir sem fallbyssufóður í og við Bakhmut. Nú virðist sem þeir hafi fengið nóg af því að vera notaðir sem fallbyssufóður en Wagnerhópurinn hefur misst mikinn fjölda hermanna í Bakhmut.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Jóhanna Vigdís fær á baukinn eftir viðtal við Höllu Hrund: „Furðulegar spurningar satt að segja“

Jóhanna Vigdís fær á baukinn eftir viðtal við Höllu Hrund: „Furðulegar spurningar satt að segja“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Keypti yfirgefna geymslu og fékk áfall þegar hann sá hvað var í henni

Keypti yfirgefna geymslu og fékk áfall þegar hann sá hvað var í henni
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Atvik sem fór framhjá flestum í gær – Trompaðist gjörsamlega þegar hann var tekinn af velli

Atvik sem fór framhjá flestum í gær – Trompaðist gjörsamlega þegar hann var tekinn af velli
Fréttir
Í gær

Risabótakröfur fyrir að svipta foreldri umsjón með barni sínu

Risabótakröfur fyrir að svipta foreldri umsjón með barni sínu
Fréttir
Í gær

Hilmar segir Íslendinga sýna dómgreindarbrest: „Getum ekki átt von á neinu góðu frá Rússum í framhaldinu“

Hilmar segir Íslendinga sýna dómgreindarbrest: „Getum ekki átt von á neinu góðu frá Rússum í framhaldinu“