fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Stríðið í Úkraínu tekur á önnur Evrópuríki – Skortur á skotfærum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. desember 2022 09:00

Úkraínskir hermenn við stórskotaliðsbyssu í Kherson. Engin eftirlíking hér á ferð. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stríðið í Úkraínu hefur áhrif langt út fyrir landsteinana. Bæði Rússar og Úkraínumenn nota svo mikið af skotfærum að þau Evrópuríki, sem útvega Úkraínu skotfæri, eiga í erfiðleikum með að verða sér úti um nóg af skotfærum.

The Wall Street Journal skýrir frá þessu og segir að helstu ástæður skotfæraskortsins séu að  framleiðslugetan sé ekki næg, það vanti sérhæft vinnuafl, það skorti fjármögnun og ýmis efni til framleiðslunnar.

Nico Lange, sem var áður einn af æðstu embættismönnunum í þýska varnarmálaráðuneytinu, sagði í samtali við blaðið að Þjóðverjar hafi neyðst til að bæta við framleiðslu á vopnum og skotfærum vegna stríðsins. Hann sagði að NATO-ríkin séu undir svo miklu álagi vegna stríðsins að þau eigi ekki nægilega mikið af skotfærum til að geta varið landsvæði sitt gegn öflugum óvinum á borð við Rússland.

„Ríkisstjórnir hafa skorið fjárframlög niður áratugum saman og það hefur orðið til þess að skotfæraframleiðendur hafa dregið úr framleiðslu og fækkað starfsfólki,“ sagði hann.

Ein af ástæðunum fyrir hinum mikla skotfæraskorti er hvernig Evrópuríki hafa byggt heri sína upp. Í staðinn fyrir að einblína á stríð í hefðbundnum skilningi og undirbúa sig undir stríð í líkingu við það sem var í síðari heimsstyrjöldinni hafa þau byggt heri sína upp til að takast á við litla hópa óvina sem bæta skæruliðaaðferðum í hernaði sínum.

Miklar fjárfestingar eiga sér nú stað í hergagnaiðnaði víða í Evrópu þessa mánuðina til að hægt sé að auka framleiðslugetuna. Það er greinilega full þörf á því miðað við það sem þýsk yfirvöld segja en þau segja að ef Rússar myndu ráðast á Þýskaland núna þá eigi þýski herinn aðeins skotfæri til að verjast í tvo daga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum