fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Pútín tjáði sig um hugsanlegar friðarviðræður – „Allir verða að vera sammála um þann raunveruleika sem nú er uppi“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. desember 2022 08:00

Vladimir Pútín. Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, ræddi við fréttamenn á föstudaginn og kom þá meðal annars inn á möguleikann á friðarviðræðum við Úkraínumenn.

„Friðarviðræður í heild, já, þær verða væntanlega erfiðar og tímafrekar. En á einn eða annan hátt verða allir hlutaðeigandi að vera sammála um þann raunveruleika sem nú er uppi,“ sagði Pútín.

The Guardian skýrir frá þessu.

Fyrr í vikunni sagði Pútín að hættan á kjarnorkustríði fari vaxandi. „Hættan er vaxandi. Af hverju að neita því?“ sagði hann að sögn rússnesku TASS fréttastofunnar. Hann sagði einnig að stríðið muni verða langvarandi.

En hann sagði rússneskum almenningi einnig að „hin sérstaka hernaðaraðgerð“ í Úkraínu gangi eftir áætlun. „Allt er í jafnvægi. Það eru engar spurningar eða vandamál,“ sagði hann á fréttamannafundinum.

Þessi ummæli hans eru nokkuð undarleg í ljósi þess að í upphafi var reiknað með að stríðinu myndi ljúka á skömmum tíma. Nefnt hefur verið að Pútín og æðstu yfirmenn hersins hafi búist við að það tæki um tíu daga að ná Kyiv og stærstum hluta Úkraínu á vald Rússa. En nú eru tæpir tíu mánuðir liðnir og langt frá því að Rússar hafi náð markmiðum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“