fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Eyjan

Fagna því að ríkisstjórnin hafi fallist á hluta kjarapakkans en telja að meira þurfi til

Eyjan
Mánudaginn 12. desember 2022 18:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristrún Frostadóttir segir Samfylkinguna fagna því að ríkisstjórnin hafi fallist á hluta þess kjarapakka sem Samfylkingin hafi kynnt í síðustu viku, en um sé að ræða kjarapakka sem Samfylkingin og verkalýðshreyfingin hafi kallað eftir að undanförnu. Kristrún bendir þó á að þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar séu þó algjört „lágmarksviðbragð við ástandi sem hún  sjálf hefur skapað“.

„Ríkisstjórnin fellst á hluta kjarapakkans sem við í Samfylkingunni kynntum í síðustu viku. 

Þau atriði úr kjarapakkanum sem ríkisstjórnin hefur fallist á að hrinda í framkvæmd eru eftirfarandi: 

  • Hærri húsnæðisbætur til leigjenda (rúmlega 10% hækkun) 

  • Hærri vaxtabætur (50% hækkun á eignaskerðingarmörkum til samræmis við hækkun fasteignaverðs frá 2020)

  • Hærri barnabætur til fjölskyldna (5 milljarðar á tveimur árum í stað raunlækkunar árið 2023)“ 

Þessu fagni Samfylkingin en á sama tíma þurfi meira að koma til.

„Við fögnum því auðvitað að ríkisstjórnin fallist á hluta kjarapakkans sem við og verkalýðshreyfingin höfum kallað eftir að undanförnu. Nú er ljóst að barátta síðustu mánuði hefur skilað árangri og það er fagnaðarefni. 

En þær aðgerðir sem ríkisstjórnin kynnir nú eru í raun algjört lágmarksviðbragð við ástandi sem hún hefur sjálf skapað og ber ábyrgð á.“ 

Kristrún gagnrýnir til að mynda þrjú atriði. Í fyrsta lagi að ekki hafi verið gripið til leigubremsu að danskri eða skoskri fyrirmynd, en Samfylkingin hafi kallað eftir slíku. Í öðru lagi að aðhald ríkisstjórnarinnar sé lagt á almenning með flatri hækkun á krónutölugjöldum sem leggist þyngra á fólk eftir því sem það hafi lægri tekjur – í stað þess að taka á þenslunni þar sem hana sé í raun að finna, eða það er hjá stórútgerð og bönkunum efitr metár í fjármagnstekjum. Svo í þriðja lagi að stofnframlög til húsnæðisuppbyggingar hafi í reynd verið helminguð, en það sé furðulegt í ljósi fagurra fyrirheita ríkisstjórnarinnar. „Þessi framlög viljum við í Samfylkingunni tvöfalda.“

Kristrún segir að fjárlögin hafi ekki veirð tæk eins og þau hafi verið lögð fram á Alþingi, ekki frekar en fjármálaáætlun sem kynnt var í vor.

„Það sést á því hvernig ríkisstjórnin hefur hringlað með eigin fjárlög – ekki út frá eigin stefnu heldur í stanslausu viðbragði við neyð. 

Við höfum gagnrýnt stefnuleysi ríkisstjórnarinnar harðlega. Stefna Samfylkingarinnar er skýr: Við munum hala áfram að leiða baráttuna fyrir bættum kjörum almennings inni á Alþingi.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Auðlindir í auðmannaþágu

Sigmundur Ernir skrifar: Auðlindir í auðmannaþágu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Ólafur Ragnar tekur sér Eirík Fjalar til fyrirmyndar og telur sig vera höfund þjóðarsáttarinnar

Orðið á götunni: Ólafur Ragnar tekur sér Eirík Fjalar til fyrirmyndar og telur sig vera höfund þjóðarsáttarinnar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn lokaskrefin samkvæmt nýrri Gallup-könnun

Orðið á götunni: Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn lokaskrefin samkvæmt nýrri Gallup-könnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu