fbpx
Laugardagur 24.maí 2025
Fréttir

Reyksprengju kastað inn á Paloma í Miðborginni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. nóvember 2022 07:32

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan tvö í nótt var slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað að skemmtistaðnum Paloma, sem er við Naustin í Miðborginni. Þar lagði nokkurn reyk út um rúðu sem hafði sprungið.

RÚV hefur eftir varðstjóra hjá slökkviliðinu að ekki sé óvarlegt að fullyrða að um reyksprengju hafi verið að ræða. Það sé þó verkefni lögreglunnar að rannsaka það og hvað gerðist.

Enginn eldur var í húsinu.

Aðfaranótt miðvikudags var reyksprengju kastað inn í hús í Fossvogi og í Hafnarfirði stöðvaði lögreglan mann sem var að búa sig undir að kasta reyksprengju inn í hús.

Lögreglan staðfesti í gær að þau mál tengist hnífsstungumálinu á Bankastræti Club í síðustu viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjálfstæðisflokkurinn kominn undir 19 prósent – Stjórnarandstöðuflokkarnir tapa allir fylgi

Sjálfstæðisflokkurinn kominn undir 19 prósent – Stjórnarandstöðuflokkarnir tapa allir fylgi
Fréttir
Í gær

Ása Lind um átökin í Sósíalistaflokknum – „Peningar gera fólk oft brjálað“

Ása Lind um átökin í Sósíalistaflokknum – „Peningar gera fólk oft brjálað“
Fréttir
Í gær

Bretar vilja gelda alla nauðgara og barnaníðinga með lyfjum – Tilraunaverkefni hafið í 20 fangelsum

Bretar vilja gelda alla nauðgara og barnaníðinga með lyfjum – Tilraunaverkefni hafið í 20 fangelsum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu en að vinna stóra vinninginn í Euro Jackpot

Segir 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu en að vinna stóra vinninginn í Euro Jackpot