fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Síðasti dans Lionel Messi byrjar skelfilega

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 22. nóvember 2022 12:07

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Argentína og Sádi-Arabía mættust í fyrsta leik C-riðils Heimsmeistaramótsins í Katar í dag.

Útlitið var ansi gott fyrir Argentínu þegra liðið fékk víti snemma leiks. Lionel Messi fór á punktinn og skoraði af öryggi. Lærisveinar Lionel Scaloni komnir yfir eftir tíu mínútna leik.

Eftir hálftíma leik hélt Lautaro Martinez að hann hefði komið Argentínu í 2-0. Mark hans var hins vegar dæmt af með hjálp myndbandsdómgæslu og nýrrar rangstöðutækni. Um afar tæpa rangstöðu var að ræða.

Sádi-Arabía kom með látum inn í seinni hálfleik. Á 48. mínútu jafnaði Saleh Al-Shehri fyrir þá og fimm mínútum síðar voru þeir komnir yfir með frábæru marki Salem Al-Dawsari.

Argentínumenn reyndu hvað þeir gátu að jafna en allt kom fyrir ekki. Sádar börðust hetjulega síðustu mínútur leiksins.

Lokatölur 2-1 fyrir Sádi-Arabíu. Liðið er því með þrjú stig en Argentína ekkert.

Í þessum riðli eru einnig Pólland og Mexíkó, sem mætast klukkan 16 að íslenskum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Svarar fyrir mjög djarfan klæðaburð í 2 ára afmæli dóttur sinnar

Svarar fyrir mjög djarfan klæðaburð í 2 ára afmæli dóttur sinnar
433Sport
Í gær

Orri Steinn hetja Sociedad

Orri Steinn hetja Sociedad
433Sport
Í gær

Mourinho orðaður við endurkomu til Englands

Mourinho orðaður við endurkomu til Englands