fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Sýna Avatar 2 í heilan sólarhring í Kringlunni

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 22. nóvember 2022 10:26

Sambíóin í Kringlunni munu sýna myndina allan daginn. Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir nærri 13 árum síðan kom meistaraverk James Cameron og tekjuhæsta kvikmynd allra tíma, Avatar, í kvikmyndahús og nú loksins fer að líða að því að framhaldsmyndin, Avatar: The Way of Water, birtist á stóra tjaldinu.

Forsala miða á Avatar: The Way of Water hefst klukkan 17:00 í dag en myndin verður frumsýnd þann 16. desember næstkomandi.

Sambíóin í Kringlunni hafa verið lokuð að undanförnu vegna framkvæmda og endurbóta en nú fer að líða að því að bíóið opni á ný. „Nú í lok nóvember er fyrirhuguð opnun á fyrsta áfanga eftir breytingar,“ segir í tilkynningu frá Sambíóunum.

„Fljótlega í kjölfarið verður svo opnaður stærsti og glæsilegasti VIP LÚXUS bíósalur landsins og þótt víðar væri leitað.“

Í tilefni þess að Sambíóin Kringlunni eru að vakna aftur til lífsins eftir fegurðarblund sinn verður Avatar: The Way of Water sýnd í 2D og 3D í heilan sólarhring og verða fyrstu sýningar klukkan 10:40 að morgni 16. desember.

Forsala á myndina hefst klukkan 17:00 í dag en hægt er að kaupa miða á sýningarnar á sambio.is og í miðasölum Sambíóanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“