fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Eyjan

Segir Seðlabankanum að hætta þessum blekkingum

Eyjan
Fimmtudaginn 17. nóvember 2022 16:31

Vilhjálmur Birgisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, gefur lítið fyrir nýja greiningu Seðlabankans sem segir að greiðslubyrði húsnæðislána hafi aukist að meðaltali um 13-14 þúsund krónur á mánuði.

Frá því var greint í dag að samkvæmt þessari greiningu Seðlabankans, sem unnin var að ósk fjárlaganefndar Alþingis, hafi greiðslubyrði lána aukist að meðaltali 13-14 þúsund krónur á mánuði.

Vilhjálmur segir þessa framsetningu blekkingarleik.

„Þau eru alveg dásamleg þessi meðaltöl og sorglegt að sjá hvernig Seðlabankinn er að reyna að blekkja almenning á þessum gríðarlegu hækkunum sem orðið hefur á vaxtabyrði almennings á liðnum misserum.“ 

Vilhjálmur segir ýmsum blekkingum beitt. Til dæmis að velja upphafspunkt í janúar 2020 þegar grunnvextir hjá Landsbankanum á óverðtryggðu húsnæðisláni á breytilegum vöxtum 5,35% en eru núna í 7,4%. Vextir hafi nefnilega lækkað frá janúar 2020 og farið lægst í 3,9 prósent í október 2021.

„Skoðum þróun á húsnæðisláni sem var 40 milljónir og var tekið 1. jan 2020 en þá var vaxtabyrði 178 þúsund á mánuði en er í dag 246 þúsund og hefur því hækkað um 68 þúsund á mánuði.

Samskonar húsnæðislán sem tekið var í október 2021 á 3,9% breytilegum vöxtum var með vaxtabyrði sem nam 130 þúsund en er í dag 246 þúsund og hefur því hækkað um 117 þúsund á mánuði. 

Við Seðlabankann vil ég segja, ekki reyna að leggja svona meðatals blekkingar á borð fyrir almenning.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fast skotið á Höllu Hrund – Líkt við froðusnakk sem hafi það eitt fram að bjóða að hafa búið í blokk og farið í sveit

Fast skotið á Höllu Hrund – Líkt við froðusnakk sem hafi það eitt fram að bjóða að hafa búið í blokk og farið í sveit
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás
Eyjan
Fyrir 1 viku

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“