fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
Fréttir

Sviptur ökuréttindum vegna ítrekaðra umferðarlagabrota

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. nóvember 2022 05:21

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ökumaður var handtekinn í Árbæjarhverfi í gærkvöldi vegna gruns um að hann væri undir áhrifum fíkniefna. Eftir að nauðsynleg sýnataka hafði farið fram og ökumanninum var sleppt úr haldi var hann sviptur ökuréttindum til bráðabirgða þar sem hann hefur ítrekað verið staðinn að akstri undir áhrifum fíkniefna.

Þrír ökumenn til viðbótar voru handteknir í gærkvöldi og nótt, grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þeirra reyndist vera sviptur ökuréttindum.

Afskipti voru höfð af tveimur aðilum sem eru grunaðir um vörslu fíkniefna.

Í Háaleitis- og Bústaðahverfi var tilkynnt um skemmdarverk á húsnæði og þar varð umferðarslys er tvær bifreiðar rákust saman. Ökumenn og farþegar voru fluttir á bráðamóttöku. Bifreiðarnar voru fluttar af vettvangi með dráttarbifreið.

Í Hafnarfirði var ekið á reiðhjólamann. Ekki liggja fyrir upplýsingar um meiðsl hans.

Brotist var inn í geymslu í fjölbýlishúsi i Hafnarfirði.

Í Breiðholti bað leigubifreiðastjóri um aðstoð vegna farþega sem neitaði að greiða áfallið aksturgjald.

Í Grafarvogi var tilkynnt um þjófnað úr verslun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað